Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2016 11:00 Úr dómssal í gær. Vísir/GVA Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. Í gögnum sem borin voru undir vitnið kom fram að hann hefði metið virði Aurum á um 190 til 200 milljónir punda en verðmatið vann hann í tengslum við lánið sem ákært er fyrir í málinu. Við yfirheyrslu lögreglu kvaðst Daði hins vegar ekkert kannast við að hafa unnið verðmat á fyrirtækinu en fyrir dómi í gær sagði hann framburð sinn hjá lögreglu ekki réttan. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. Lánið notaði félagið til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í Aurum en bæði félögin voru í eigu Pálma Haraldssonar. Fé Glitnis stefnt í hættu Auk Lárusar og Magnúsar eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, viðskiptastjóri hjá bankanum, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Ákæruvaldið telur að með láninu hafi fé Glitnis verið stefnt í hættu þar sem hlutaféð í Aurum hafi ekki verið nægileg trygging fyrir láni bankans til FS38. Vörn sakborninga byggir á því að hlutaféð hafi einmitt verið næg trygging fyrir láninu enda sýni þrjú samtímaverðmöt, þar með talið verðmatið sem fyrirtækjaráðgjöf Glitnis vann, að hlutabréfin hafi verið fjögurra milljarða króna virði. Það sem upp á vantaði varðandi lánið fór í sjálfskudarábyrgð hjá Fons, en markmið bankans með viðskiptunum hafi verið að bæta tryggingastöðu sína gagnvart því félagi. Fram kom fyrir dómi í gær að verðmatið hafi byggt á fimm ára áætlun Aurum varðandi rekstur fyrirtækisins og var notast við svokallað sjóðsstreymismælingu. Saksóknari spurði Daða hvort að það falist í því að áætlun Aurum hefði verið tekin og sjóðsstreymi núvirt svaraði hann játandi en benti á að ef hann myndi rétt þá hefði áætlunin verið dregin aðeins niður til að sjá aðra sviðsmynd. Jafnframt kom fram að Daði hefði ekki lagt sjálfstætt mat á þær áætlanir sem matið byggði á. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa gert ráð fyrir öðru en að gögnin væru byggð á réttum forsendum og væru góð og gild. Sérstakur saksóknari ræðir við einn verjenda í dómssal.Vísir/GVA Í tölvunni hjá Glitni Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding spurði Daða hvort hann hefði vitað af því að önnur deild innan Glitnis hefði lagt mat á áætlanir Aurum og talið þær hófstilltar og raunhæfar. Svaraði hann neitandi. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu bar undir Daða skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu vegna Aurum. Kvaðst Ólafur vera að velta fyrir sér merkingu verðmatsins. Í lögregluskýrslunni er meðal annars haft eftir Daða að ekki hafi verið gert neitt verðmat hjá fyrirtækjaráðgjöf vegna Aurum. Spurður út í þetta fyrir dómi sagði Daði:„Það var þannig að þetta var vistað á öðrum stað, þetta var ekki vistað hjá fyrirtækjaráðgjöf.“„Þannig að þetta gagn var ekki inni hjá Glitni?“ spurði saksóknari. „Þetta var í tölvunni minni hjá Glitni,“ svaraði Daði.Þrúgandi yfirheyrslur Spurður nánar út í orð sín hjá lögreglu þar sem hann sagðist meðal annars aldrei hafa séð verðmat á Aurum sagði Daði. „Ég veit ekki af hverju ég segi þetta. Þetta er bara ekki rétt. Ég hef ekki beinar skýringar á þessu. Þetta hefur bara ekki komið upp í hugann eða ég ekki munað eftir þessu. Ég gerði mörg verðmöt og ég hef kannski bara ekki tengt þetta við Aurum.“ Óttar Pálsson spurði svo Daða hvort það hefðu verið þrúgandi aðstæður við yfirheyrsluna. Svaraði hann því játandi. Áður hafði komið fram að hann hefði mjög stressaður við yfirheyrsluna. Óttar spurði hvort að það hefði getað haft áhrif á framburð hans hjá lögreglu. „Ég gæti alveg trúað því að það kunni að hafa haft áhrif en ég get ekki fullyrt um það. Ég man bara að ég var mjög stressaður og ég held að ég hafi hreinlega ekki vita af hverju ég var í yfirheyrslu,“ sagði Daði. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. Í gögnum sem borin voru undir vitnið kom fram að hann hefði metið virði Aurum á um 190 til 200 milljónir punda en verðmatið vann hann í tengslum við lánið sem ákært er fyrir í málinu. Við yfirheyrslu lögreglu kvaðst Daði hins vegar ekkert kannast við að hafa unnið verðmat á fyrirtækinu en fyrir dómi í gær sagði hann framburð sinn hjá lögreglu ekki réttan. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. Lánið notaði félagið til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í Aurum en bæði félögin voru í eigu Pálma Haraldssonar. Fé Glitnis stefnt í hættu Auk Lárusar og Magnúsar eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, viðskiptastjóri hjá bankanum, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Ákæruvaldið telur að með láninu hafi fé Glitnis verið stefnt í hættu þar sem hlutaféð í Aurum hafi ekki verið nægileg trygging fyrir láni bankans til FS38. Vörn sakborninga byggir á því að hlutaféð hafi einmitt verið næg trygging fyrir láninu enda sýni þrjú samtímaverðmöt, þar með talið verðmatið sem fyrirtækjaráðgjöf Glitnis vann, að hlutabréfin hafi verið fjögurra milljarða króna virði. Það sem upp á vantaði varðandi lánið fór í sjálfskudarábyrgð hjá Fons, en markmið bankans með viðskiptunum hafi verið að bæta tryggingastöðu sína gagnvart því félagi. Fram kom fyrir dómi í gær að verðmatið hafi byggt á fimm ára áætlun Aurum varðandi rekstur fyrirtækisins og var notast við svokallað sjóðsstreymismælingu. Saksóknari spurði Daða hvort að það falist í því að áætlun Aurum hefði verið tekin og sjóðsstreymi núvirt svaraði hann játandi en benti á að ef hann myndi rétt þá hefði áætlunin verið dregin aðeins niður til að sjá aðra sviðsmynd. Jafnframt kom fram að Daði hefði ekki lagt sjálfstætt mat á þær áætlanir sem matið byggði á. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa gert ráð fyrir öðru en að gögnin væru byggð á réttum forsendum og væru góð og gild. Sérstakur saksóknari ræðir við einn verjenda í dómssal.Vísir/GVA Í tölvunni hjá Glitni Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding spurði Daða hvort hann hefði vitað af því að önnur deild innan Glitnis hefði lagt mat á áætlanir Aurum og talið þær hófstilltar og raunhæfar. Svaraði hann neitandi. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu bar undir Daða skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu vegna Aurum. Kvaðst Ólafur vera að velta fyrir sér merkingu verðmatsins. Í lögregluskýrslunni er meðal annars haft eftir Daða að ekki hafi verið gert neitt verðmat hjá fyrirtækjaráðgjöf vegna Aurum. Spurður út í þetta fyrir dómi sagði Daði:„Það var þannig að þetta var vistað á öðrum stað, þetta var ekki vistað hjá fyrirtækjaráðgjöf.“„Þannig að þetta gagn var ekki inni hjá Glitni?“ spurði saksóknari. „Þetta var í tölvunni minni hjá Glitni,“ svaraði Daði.Þrúgandi yfirheyrslur Spurður nánar út í orð sín hjá lögreglu þar sem hann sagðist meðal annars aldrei hafa séð verðmat á Aurum sagði Daði. „Ég veit ekki af hverju ég segi þetta. Þetta er bara ekki rétt. Ég hef ekki beinar skýringar á þessu. Þetta hefur bara ekki komið upp í hugann eða ég ekki munað eftir þessu. Ég gerði mörg verðmöt og ég hef kannski bara ekki tengt þetta við Aurum.“ Óttar Pálsson spurði svo Daða hvort það hefðu verið þrúgandi aðstæður við yfirheyrsluna. Svaraði hann því játandi. Áður hafði komið fram að hann hefði mjög stressaður við yfirheyrsluna. Óttar spurði hvort að það hefði getað haft áhrif á framburð hans hjá lögreglu. „Ég gæti alveg trúað því að það kunni að hafa haft áhrif en ég get ekki fullyrt um það. Ég man bara að ég var mjög stressaður og ég held að ég hafi hreinlega ekki vita af hverju ég var í yfirheyrslu,“ sagði Daði.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33
Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38
Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37
Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43