Ræddu saman í síma í gær Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 31. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira