Snéri aftur í boltann í sumar og gerir nú tveggja ára samning við Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 09:30 Dóra María Lárusdóttir er ein af bestu knattspyrnukonum landsins. Vísir/Hanna Valsmenn voru stórtækir í gær þegar þeir gengu frá samningum við fjóra lykilmenn í kvennaliði félagsins eða þær Dóru Maríu Lárusdóttur, Mist Edvardsdóttur, Elínu Mettu Jensen og Laufeyju Björnsdóttur. Dóra María, Mist, Elín Metta og Laufey skrifuðu allar undir nýjan tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið en þær voru allar í stórum hlutverkum í liðinu í sumar. Valsmenn segja frá þessu á heimasíðu sinni. Dóra María snéri aftur eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum og vann sér ekki aðeins sæti í Valsliðinu heldur einnig í íslenska landsliðinu. Hún bætti við landsleikjum í ár og er nú búin að spila 113 landsleiki fyrir Ísland. Dóra María var með 6 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum með Valsliðinu í Pepsi-deildinni 2016 en hún hefur skorað alls 89 mörk í 207 leikjum í efstu deild og alla fyrir Val. „Dóra er einfaldlega Valsari út í eitt og er jafnframt gríðarlega góð knattspyrnukona. Hennar reynsla mun vega þungt á komandi tímabilum,“ segir í frétt um nýjan samning Dóru Maríu á Valsíðunni. Elín Metta Jensen er einnig uppalin Valsari en hún var með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 10 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 57 mörk í 83 leikjum fyrir Val í efstu deild. Hún hefur einnig verið í kringum A-landsliðið síðustu ár. Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir hafa báðar komið til Vals á síðustu árum. Mist kom frá KR árið 2011 en er uppalin hjá Aftureldingu. Laufey kom frá Fylki 2012 en hún er byrjaði sinn fótboltaferil með KA á Akureyri. Mist og Laufey voru báðar fastamenn í liði Vals í sumar. Mist Edvardsdóttir er 26 ára og hefur spilað 109 leiki fyrir Val og skorað í þeim 11 mörk. Mist á jafnframt 13 A-landsleiki að baki og 1 mark í þeim. „Valsarar þekkja sögu Mistar, hún er baráttujaxl, mikill Valsari og er afskaplega traustur leikmaður,“ segir í frétt Valsmanna. Laufey Björnsdóttir er 27 ára miðjumaður sem sannaði mikilvægi sitt með Valsliðinu á síðustu leiktíð þegar hún var lykilmaður á miðju liðsins. Laufey á 77 leiki að baki fyrir Val og í þeim hefur hún skorað 5 mörk. Laufey hefur spilað með U-15 og 17 landsliðum Íslands. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Valsmenn voru stórtækir í gær þegar þeir gengu frá samningum við fjóra lykilmenn í kvennaliði félagsins eða þær Dóru Maríu Lárusdóttur, Mist Edvardsdóttur, Elínu Mettu Jensen og Laufeyju Björnsdóttur. Dóra María, Mist, Elín Metta og Laufey skrifuðu allar undir nýjan tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið en þær voru allar í stórum hlutverkum í liðinu í sumar. Valsmenn segja frá þessu á heimasíðu sinni. Dóra María snéri aftur eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum og vann sér ekki aðeins sæti í Valsliðinu heldur einnig í íslenska landsliðinu. Hún bætti við landsleikjum í ár og er nú búin að spila 113 landsleiki fyrir Ísland. Dóra María var með 6 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum með Valsliðinu í Pepsi-deildinni 2016 en hún hefur skorað alls 89 mörk í 207 leikjum í efstu deild og alla fyrir Val. „Dóra er einfaldlega Valsari út í eitt og er jafnframt gríðarlega góð knattspyrnukona. Hennar reynsla mun vega þungt á komandi tímabilum,“ segir í frétt um nýjan samning Dóru Maríu á Valsíðunni. Elín Metta Jensen er einnig uppalin Valsari en hún var með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 10 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 57 mörk í 83 leikjum fyrir Val í efstu deild. Hún hefur einnig verið í kringum A-landsliðið síðustu ár. Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir hafa báðar komið til Vals á síðustu árum. Mist kom frá KR árið 2011 en er uppalin hjá Aftureldingu. Laufey kom frá Fylki 2012 en hún er byrjaði sinn fótboltaferil með KA á Akureyri. Mist og Laufey voru báðar fastamenn í liði Vals í sumar. Mist Edvardsdóttir er 26 ára og hefur spilað 109 leiki fyrir Val og skorað í þeim 11 mörk. Mist á jafnframt 13 A-landsleiki að baki og 1 mark í þeim. „Valsarar þekkja sögu Mistar, hún er baráttujaxl, mikill Valsari og er afskaplega traustur leikmaður,“ segir í frétt Valsmanna. Laufey Björnsdóttir er 27 ára miðjumaður sem sannaði mikilvægi sitt með Valsliðinu á síðustu leiktíð þegar hún var lykilmaður á miðju liðsins. Laufey á 77 leiki að baki fyrir Val og í þeim hefur hún skorað 5 mörk. Laufey hefur spilað með U-15 og 17 landsliðum Íslands.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn