Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2016 09:59 Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49