Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 15:03 Hinrik Ingi Óskarsson. mynd/hinrik ingi „Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir. Innlendar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir.
Innlendar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira