Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2016 19:00 Benedikt Jóhannesson. vísir/stefán Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag. Kosningar 2016 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag.
Kosningar 2016 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira