Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Íslendingar með yfir 1.000 fylgjendur á Instagram geta fengið greitt fyrir að auglýsa vörur í gegnum Takumi. Mynd/Takumi „Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
„Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira