Þetta eru liðin tólf sem hafa tryggt sig áfram í Meistaradeildinni | Sjáðu öll mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 09:00 Antoine Griezmann og Tiago hjá Atlético Madrid fagna í gær. Vísir/Getty Tólf félög geta farið að undirbúa sig fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í febrúar og mars á næsta ári Það eru nefnilega bara fjögur laus sæti eftir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar nú þegar liðin eiga aðeins eftir að spila einn leik í riðlakeppninni. Fjögur af liðunum tólf sem eru komin áfram hafa einnig tryggt sér efsta sætið í sínum riðli. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 2-0 sigri á Celtic í Glasgow. Leikmenn Barcelona vilja þó örugglega sleppa við þýska liðið Bayern München í sextán liða úrslitunum. Bayern er komið áfram en getur ekki náð fyrsta sætinu af Atlético Madrid. Auk Barcelkna og Atlético Madrid þá hafa Mónakó og Leicester City öll tryggt sér efsta sætið í sínum riðli. Lið eru komin áfram úr öllum riðlum nema B-riðlinum þar sem spennan er mikil fyrir lokaumferðina. Napoli og Benfica eru bæði með átta stig en Besiktas er aðeins stigi á eftir. Benfica tekur á móti Napoli í lokaumferðinni þannig að Besiktas ætti að nægja sigur á Dynamo Kiev. Porto og FC Kaupmannahöfn berjast síðan um annað sætið á eftir Leicester City í G-riðlinum. Porto er með tveimur stigum meira og tekur á móti toppliði Leicester í lokaumferðinni á sama tíma og FC Kaupmannahöfn heimsækir Club Brugge. Juventus er komið afram í H-riðli en þó ekki öruggt með sigurinn í riðlinum. Juve er með 11 stig eða einu meira en Sevilla og fjórum meira en Lyon. Lyon tekur á móti Sevilla í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.Liðin sem eru komin í 16 liða úrslitin fyrir lokaumferðina:A-riðill Paris Saint-Germain ArsenalB-riðill Þrjú lið eiga enn möguleika (Napoli, Benfica og Besiktas)C-riðill Barcelona (öruggt með 1. sæti) Manchester City (verður alltaf í 2. sæti)D-riðill Atlético Madrid (1. sæti) Bayern München (2. sæti)E-riðill Mónakó (1. sæti) Bayer Leverkusen (2. sæti)F-riðill Borussia Dortmund Real MadridG-riðill Leicester (1. sæti) Tvö berjast um annað sætið (Porto og FC Kaupmannahöfn)H-riðill Juventus Tvö berjast um hitt sætið (Sevilla og Lyon)Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Tólf félög geta farið að undirbúa sig fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í febrúar og mars á næsta ári Það eru nefnilega bara fjögur laus sæti eftir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar nú þegar liðin eiga aðeins eftir að spila einn leik í riðlakeppninni. Fjögur af liðunum tólf sem eru komin áfram hafa einnig tryggt sér efsta sætið í sínum riðli. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 2-0 sigri á Celtic í Glasgow. Leikmenn Barcelona vilja þó örugglega sleppa við þýska liðið Bayern München í sextán liða úrslitunum. Bayern er komið áfram en getur ekki náð fyrsta sætinu af Atlético Madrid. Auk Barcelkna og Atlético Madrid þá hafa Mónakó og Leicester City öll tryggt sér efsta sætið í sínum riðli. Lið eru komin áfram úr öllum riðlum nema B-riðlinum þar sem spennan er mikil fyrir lokaumferðina. Napoli og Benfica eru bæði með átta stig en Besiktas er aðeins stigi á eftir. Benfica tekur á móti Napoli í lokaumferðinni þannig að Besiktas ætti að nægja sigur á Dynamo Kiev. Porto og FC Kaupmannahöfn berjast síðan um annað sætið á eftir Leicester City í G-riðlinum. Porto er með tveimur stigum meira og tekur á móti toppliði Leicester í lokaumferðinni á sama tíma og FC Kaupmannahöfn heimsækir Club Brugge. Juventus er komið afram í H-riðli en þó ekki öruggt með sigurinn í riðlinum. Juve er með 11 stig eða einu meira en Sevilla og fjórum meira en Lyon. Lyon tekur á móti Sevilla í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.Liðin sem eru komin í 16 liða úrslitin fyrir lokaumferðina:A-riðill Paris Saint-Germain ArsenalB-riðill Þrjú lið eiga enn möguleika (Napoli, Benfica og Besiktas)C-riðill Barcelona (öruggt með 1. sæti) Manchester City (verður alltaf í 2. sæti)D-riðill Atlético Madrid (1. sæti) Bayern München (2. sæti)E-riðill Mónakó (1. sæti) Bayer Leverkusen (2. sæti)F-riðill Borussia Dortmund Real MadridG-riðill Leicester (1. sæti) Tvö berjast um annað sætið (Porto og FC Kaupmannahöfn)H-riðill Juventus Tvö berjast um hitt sætið (Sevilla og Lyon)Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira