Peningalegur ómöguleiki Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Við lifum óvenjulega tíma, það er góðæri, lág verðbólga og verðbólguvæntingar, kaupmáttur hefur sjaldan verið meiri, sparnaður eykst og útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt. Á sama tíma og flest ríki Evrópu glíma enn við veikan efnahagsbata erum við komin inn á sjötta ár þessa hagvaxtarskeiðs. Við skerum okkur úr. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði, verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág. Seðlabankinn hefur á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Nú er svo komið að raunvextir eru nánast hvergi hærri en á Íslandi og hafa verið hátt í 4% að meðaltali frá ársbyrjun 2014. Við skerum okkur úr. Á vaxtaákvörðunarfundi þann 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu, spá sem lögð er til grundvallar vaxtaákvörðunum, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu og verðbólguvæntingar í markmiði töldu nefndarmenn ekki tilefni til vaxtalækkunar vegna hættu á vaxandi spennu í hagkerfinu. Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það. Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. Hávaxtastefna Seðlabankans dregur úr fjárfestingu í landinu, dregur úr hvata til nýsköpunar og ýtir undir efnahagslegt ójafnvægi þar sem gengisstyrking krónunnar færir neyslu úr landi. Það átti við fyrir hrun og á enn við í dag. Þessi hliðaráhrif er lítið rætt um á vaxtákvörðunarfundum. Það er ekki nauðsynlegt að vera eitt mesta hávaxtaríki heims. Ef ekki er hægt að lækka vexti núna hvenær þá?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum óvenjulega tíma, það er góðæri, lág verðbólga og verðbólguvæntingar, kaupmáttur hefur sjaldan verið meiri, sparnaður eykst og útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt. Á sama tíma og flest ríki Evrópu glíma enn við veikan efnahagsbata erum við komin inn á sjötta ár þessa hagvaxtarskeiðs. Við skerum okkur úr. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði, verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág. Seðlabankinn hefur á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Nú er svo komið að raunvextir eru nánast hvergi hærri en á Íslandi og hafa verið hátt í 4% að meðaltali frá ársbyrjun 2014. Við skerum okkur úr. Á vaxtaákvörðunarfundi þann 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu, spá sem lögð er til grundvallar vaxtaákvörðunum, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu og verðbólguvæntingar í markmiði töldu nefndarmenn ekki tilefni til vaxtalækkunar vegna hættu á vaxandi spennu í hagkerfinu. Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það. Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. Hávaxtastefna Seðlabankans dregur úr fjárfestingu í landinu, dregur úr hvata til nýsköpunar og ýtir undir efnahagslegt ójafnvægi þar sem gengisstyrking krónunnar færir neyslu úr landi. Það átti við fyrir hrun og á enn við í dag. Þessi hliðaráhrif er lítið rætt um á vaxtákvörðunarfundum. Það er ekki nauðsynlegt að vera eitt mesta hávaxtaríki heims. Ef ekki er hægt að lækka vexti núna hvenær þá?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun