Íslenska Evrópuævintýrið ekki nóg til að fá tilnefningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 10:00 Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í sigrinum á Englendingum. Vísir/Getty Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira