Gunnar Bragi ósammála Vigdísi: „Fjölmiðlar staðið sig býsna vel“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 10:32 Landbúnaðarráðherra er ekki sammála ummælum Vigdísar Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss sé aðför að íslenskum landbúnaði. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“ Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“
Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32
Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19