Magnaður endasprettur Grindvíkinga í bikarnum | Myndir frá auðveldum sigri KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 21:02 Grindavík og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta í kvöld en með afar ólíkum hætti. KR-ingar unnu risasigur á einu besta liði 1. deildar en Grindvíkinga risu upp frá dauðum í lokin á móti ÍR.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik KR og Fjölnis í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan.Grindvíkingar voru tíu stigum undir á móti ÍR aðeins fimm mínútum fyrir leikslok en snéru leiknum við á lokakaflanum og unnu 93-86. ÍR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 35-23 og voru ellefu stigum yfir í hálfleik, 57-45. ÍR-liðið var enn með níu stiga forystu, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þegar sjö mínútur voru eftir þá var ÍR-liðið með tíu stiga forskot, 75-65, en Grindvíkingar skoruðu þá tíu stig í röð og jöfnuðu metin í 75-75. Síðustu fimm mínútur leiksins voru síðan æsispennandi. ÍR náði aftur fjögurra stiga forystu en hún dugði skammt og Þorleifur Ólafsson kom Grindavík yfir í fyrsta sinn í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok. ÍR-ingurinn Quincy Hankins-Cole fékk þá á sig óíþróttamannslega villu og Grindavíkingar náðu fimm stiga sókn sem kom þeim í 85-81. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu eftir það og tryggðu sér sjö stiga sigur. Þeir unnu þar með fimm síðustu mínútur leiksins. 28-11. Lewis Clinch var með 18 stig og 6 stoðsendingar fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig, Dagur Kár Jónsson var með 14 stig, Þorleifur Ólafsson var með 13 stig og 10 fráköst og Ómar Sævarsson bætti við 10 stigum og 16 fráköstum. Quincy Hankins-Cole skoraði 26 stig fyrir ÍR og Kristinn Marinósson var með 22 stig.KR-ingar unnu afar öruggan 50 stiga sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 115-65. Fjölnismenn eru í toppbaráttunni í 1. deildinni en þeir áttu ekki mikla möguleika á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. KR vann fyrsta leikhlutann 36-24 og var átján stigum yfir í hálfleik, 58-40. KR-ingar unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum, þannig þriðja 33-15 og þann fjórða 24-10. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var atkvæðamestur í KR-liðinu með 28 stig og 6 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson skoraði 21 stig á 23 mínútum og Cedrick Taylor Bowen var með 18 stig. Collin Anthony Pryor skoraði 18 stig fyrir Fjölnisliðið.VísirÞórir Guðmundur Þorbjarnarson fór á kostum í kvöld.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Var í raun bara verið að yfirspila okkurv“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Sjá meira
Grindavík og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta í kvöld en með afar ólíkum hætti. KR-ingar unnu risasigur á einu besta liði 1. deildar en Grindvíkinga risu upp frá dauðum í lokin á móti ÍR.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik KR og Fjölnis í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan.Grindvíkingar voru tíu stigum undir á móti ÍR aðeins fimm mínútum fyrir leikslok en snéru leiknum við á lokakaflanum og unnu 93-86. ÍR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 35-23 og voru ellefu stigum yfir í hálfleik, 57-45. ÍR-liðið var enn með níu stiga forystu, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þegar sjö mínútur voru eftir þá var ÍR-liðið með tíu stiga forskot, 75-65, en Grindvíkingar skoruðu þá tíu stig í röð og jöfnuðu metin í 75-75. Síðustu fimm mínútur leiksins voru síðan æsispennandi. ÍR náði aftur fjögurra stiga forystu en hún dugði skammt og Þorleifur Ólafsson kom Grindavík yfir í fyrsta sinn í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok. ÍR-ingurinn Quincy Hankins-Cole fékk þá á sig óíþróttamannslega villu og Grindavíkingar náðu fimm stiga sókn sem kom þeim í 85-81. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu eftir það og tryggðu sér sjö stiga sigur. Þeir unnu þar með fimm síðustu mínútur leiksins. 28-11. Lewis Clinch var með 18 stig og 6 stoðsendingar fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig, Dagur Kár Jónsson var með 14 stig, Þorleifur Ólafsson var með 13 stig og 10 fráköst og Ómar Sævarsson bætti við 10 stigum og 16 fráköstum. Quincy Hankins-Cole skoraði 26 stig fyrir ÍR og Kristinn Marinósson var með 22 stig.KR-ingar unnu afar öruggan 50 stiga sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 115-65. Fjölnismenn eru í toppbaráttunni í 1. deildinni en þeir áttu ekki mikla möguleika á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. KR vann fyrsta leikhlutann 36-24 og var átján stigum yfir í hálfleik, 58-40. KR-ingar unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum, þannig þriðja 33-15 og þann fjórða 24-10. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var atkvæðamestur í KR-liðinu með 28 stig og 6 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson skoraði 21 stig á 23 mínútum og Cedrick Taylor Bowen var með 18 stig. Collin Anthony Pryor skoraði 18 stig fyrir Fjölnisliðið.VísirÞórir Guðmundur Þorbjarnarson fór á kostum í kvöld.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Var í raun bara verið að yfirspila okkurv“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Sjá meira