Eiður Smári á ekki lengur besta markaár Íslendings í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar 16. desember 2016 07:00 Gylfi Þór fagnar með Swansea. vísir/getty Árið 2016 er orðið einstakt meðal íslenskra atvinnumanna í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður höfum við Íslendingar átt annan eins markahrók í deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað í átta af tíu mánuðum ársins (met) og hefur nú skorað samtals 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. Undanfarin fjórtán ár hefur einn leikmaður borið höfuð og herðar yfir aðra á listanum yfir flest mörk Íslendings á einu almanaksári í ensku úrvalsdeildinni.Átti fjögur bestu markaárin Þrettán mörk Eiðs Smára frá árinu 2002 var það mesta sem Íslendingur hafði skorað í ensku úrvalsdeildinni á einu ári en Eiður átti líka árin í öðru til fjórða sæti. Fyrir 2016 voru fjögur bestu markaár Íslendinga fjögur ár Eiðs Smára Guðjohnsen með Chelsea-liðinu frá 2001 til 2004. Eiður Smári skoraði að minnsta kosti tíu mörk á þremur þeirra og alls 41 mark sem er magnaður árangur. Markamet Eiðs Smára á einu tímabili, 14 mörk í 32 leikjum tímabilið 2011 til 2012 lifði af ágang Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðasta tímabili, 11 mörk í 36 leikjum, en metið yfir besta markaárið er hinsvegar fallið. Hvort Gylfi ógni fyrrnefnda metinu það sem eftir lifir af þessu tímabili verður að koma í ljós.Þáttur í tuttugu mörkum í ár Gylfi gerði gott betur en að bæta markamet ársins því hann hefur einnig gefið sex stoðsendingar á árinu 2016 og er því fyrstur íslenskra knattspyrnumanna sem nær því að koma með beinum hætti að tuttugu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu almanaksári.Eiður Smári fagnar í leik með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári kom á fljúgandi siglingu inn í árið 2002 eftir að hafa skorað fimm mörk í síðasta mánuði ársins 2001. Eiður Smári bætti við fimm mörkum í janúar 2002 og þetta eru einu samliggjandi mánuðirnir þar sem íslenskur leikmaður hefur náð að skora samanlagt tíu mörk. Eiður skoraði „bara“ fjögur mörk til viðbótar frá febrúar til nóvember árið 2002 en fór síðan aftur á flug í jólamánuðinum 2002 og skoraði þá fimm mörk. Eiður bætti þá eigið met frá árinu á undan þegar hann skoraði tíu mörk á árinu 2001.Allt fór í gang á nýju ári Gylfi kom aftur á móti „ískaldur“ inn í árið 2016 eftir að hafa hvorki skorað í nóvember né desember og aðeins samtals 2 mörk í 19 leikjum á tímabilinu fyrir áramót. Frammistaðan á nýju ári var aftur á móti frábær þar sem 9 mörk hans í 17 leikjum voru lykillinn að því að Swansea hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. Gylfi var rólegur í fyrstu leikjum Swansea á núverandi tímabili en nýr knattspyrnustjóri félagsins færði hann framar á völlinn með frábærum árangri. Gylfi hefur síðan komið að 8 mörkum í síðustu 9 leikjum og ef Swansea bjargar sér annað árið í röð þá er það að stórum hluta til vegna framlags íslenska landsliðsmannsins.22 leikir eftir á tímabilinu Gylfi er kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar á tímabilinu 2016-17 en enn eru eftir þrír leikir á árinu 2016 og 19 til viðbótar á árinu 2017. Gylfi hefur því fullt af tækifærum til að bæta við mörkum. Það er gaman að geta rifjað upp magnaða frammistöðu Eiðs Smára í upphafi aldarinnar nú þegar við Íslendingar eigum aðra stjörnu í ensku úrvalsdeildinni. Það er allt í fína að vera svolítið montin af þeim báðum. Enski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira
Árið 2016 er orðið einstakt meðal íslenskra atvinnumanna í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður höfum við Íslendingar átt annan eins markahrók í deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað í átta af tíu mánuðum ársins (met) og hefur nú skorað samtals 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. Undanfarin fjórtán ár hefur einn leikmaður borið höfuð og herðar yfir aðra á listanum yfir flest mörk Íslendings á einu almanaksári í ensku úrvalsdeildinni.Átti fjögur bestu markaárin Þrettán mörk Eiðs Smára frá árinu 2002 var það mesta sem Íslendingur hafði skorað í ensku úrvalsdeildinni á einu ári en Eiður átti líka árin í öðru til fjórða sæti. Fyrir 2016 voru fjögur bestu markaár Íslendinga fjögur ár Eiðs Smára Guðjohnsen með Chelsea-liðinu frá 2001 til 2004. Eiður Smári skoraði að minnsta kosti tíu mörk á þremur þeirra og alls 41 mark sem er magnaður árangur. Markamet Eiðs Smára á einu tímabili, 14 mörk í 32 leikjum tímabilið 2011 til 2012 lifði af ágang Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðasta tímabili, 11 mörk í 36 leikjum, en metið yfir besta markaárið er hinsvegar fallið. Hvort Gylfi ógni fyrrnefnda metinu það sem eftir lifir af þessu tímabili verður að koma í ljós.Þáttur í tuttugu mörkum í ár Gylfi gerði gott betur en að bæta markamet ársins því hann hefur einnig gefið sex stoðsendingar á árinu 2016 og er því fyrstur íslenskra knattspyrnumanna sem nær því að koma með beinum hætti að tuttugu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu almanaksári.Eiður Smári fagnar í leik með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári kom á fljúgandi siglingu inn í árið 2002 eftir að hafa skorað fimm mörk í síðasta mánuði ársins 2001. Eiður Smári bætti við fimm mörkum í janúar 2002 og þetta eru einu samliggjandi mánuðirnir þar sem íslenskur leikmaður hefur náð að skora samanlagt tíu mörk. Eiður skoraði „bara“ fjögur mörk til viðbótar frá febrúar til nóvember árið 2002 en fór síðan aftur á flug í jólamánuðinum 2002 og skoraði þá fimm mörk. Eiður bætti þá eigið met frá árinu á undan þegar hann skoraði tíu mörk á árinu 2001.Allt fór í gang á nýju ári Gylfi kom aftur á móti „ískaldur“ inn í árið 2016 eftir að hafa hvorki skorað í nóvember né desember og aðeins samtals 2 mörk í 19 leikjum á tímabilinu fyrir áramót. Frammistaðan á nýju ári var aftur á móti frábær þar sem 9 mörk hans í 17 leikjum voru lykillinn að því að Swansea hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. Gylfi var rólegur í fyrstu leikjum Swansea á núverandi tímabili en nýr knattspyrnustjóri félagsins færði hann framar á völlinn með frábærum árangri. Gylfi hefur síðan komið að 8 mörkum í síðustu 9 leikjum og ef Swansea bjargar sér annað árið í röð þá er það að stórum hluta til vegna framlags íslenska landsliðsmannsins.22 leikir eftir á tímabilinu Gylfi er kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar á tímabilinu 2016-17 en enn eru eftir þrír leikir á árinu 2016 og 19 til viðbótar á árinu 2017. Gylfi hefur því fullt af tækifærum til að bæta við mörkum. Það er gaman að geta rifjað upp magnaða frammistöðu Eiðs Smára í upphafi aldarinnar nú þegar við Íslendingar eigum aðra stjörnu í ensku úrvalsdeildinni. Það er allt í fína að vera svolítið montin af þeim báðum.
Enski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira