Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 13:30 Guðni Bergsson hefur áður velt fyrir sér að fara í formannsslag en nú ætlar hann að láta slag standa. Vísir/Eyþór Guðni Bergsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður, ætlar að þiggja laun í starfi sínu sem formaður KSÍ til að geta gefið sig allan í starfið. Hann segir landsliðsnefnd karla barn síns tíma og telur ákvörðun Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ frá 2007, um að þiggja tvöföld mánaðarlaun í bónusgreiðslu hafa verið slæma. Þetta segir Guðni í samtali við Vísi. Guðni sendi fjölmiðlum tilkynningu í morgun þess efnis að hann ætli í framboð en áður hafði verið greint frá því að hann væri undir feldi. Hann segir að honum hafi verið orðið heitt undir feldinum og talið tímabært að taka ákvörðun.Björn Einarsson, formaður Víkings, myndi halda áfram í vinnu sinni hjá TVG Zimzen og sinna formennsku KSÍ launalaust.Vel launað starfGeir Þorsteinsson hyggur einnig á endurkjör auk þess sem Björn Einarsson, formaður Víkings, er undir feldi varðandi mögulegt framboð. Björn hefur sagst muna gegn starfinu launalaust en starf formannsins var gert að launuðu starfi um miðjan síðasta áratug þegar Geir gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá KSÍ. Skoðun hans á því að starfið eigi að vera launuð liggur fyrir, en hvað finnst Guðna?„Ég veit ekki nákvæmlega hver kjörin eru,“ segir Guðni og bætir við að honum skiljist þó að þau séu ágæt. Það sé hins vegar ekki eitthvað sem hann hafi velt fyrir sér. Fram hefur komið að mánaðarlaun formanns séu um ein og hálf milljón króna en þau hafa verið skör hærri en laun forsætisráðherra undanfarin ár.„Hvað mig varðar þá sé ég mig fara í þetta starf sem launað starf til að geta gefið mig allan í starfið. Þannig yrði það allavega fyrsta kjörtímabilið,“ segir Guðni. Hann telji krafta sína best nýtta ef hann getur einbeitt sér að fullu í þágu íslenskrar knattspyrnu og sinna hagsmunum íslenskrar knattspyrnu á erlendum vettvangi þaðan sem stærstur hluti tekna KSÍ kemur. Til að byrja með muni taka tíma að kynna sér innviðina og starf KSÍ sem hafi verið öflugt og gott í gegnum árin. „En það má alltaf endurskoða og gera betur.“Geir Þorsteinsson hefur verið í forystu KSÍ í tvo áratugi. Fyrst sem skrifstofustjóri, svo framkvæmdastjóri og loks formaður.vísir/stefánRæddi áður við Geir um formannsembættið Óhætt er að fullyrða að framundan sé spennandi formannskosning hjá knattspyrnusambandinu, í það minnsta síðan undirritaður fór að fylgjast með knattspyrnu um það leyti þegar Eggert Magnússon varð formaður KSÍ árið 1989. Eggert gegndi formennsku til ársins 2007 þegar Geir fór úr stöðu framkvæmdastjóra í starf formanns.Guðni segist hafa rætt við Geir og tilkynnt honum um framboð sitt til formanns. Hann hefur þó ekki rætt við Björn en þeir þekkist þó ágætlega. Guðni sé viss um að þeir eigi eftir að heyrast.Samkvæmt heimildum Vísis hefur áður verið sótt fast að Guðna að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Aldrei varð þó af framboði, fyrr en nú, en Guðni hafi rætt um formannsstöðuna við Geir á sínum tíma.„Þetta hefur komið til tals á milli okkar Geirs áður,“ segir Guðni. Það sé ekkert leyndarmál, en ekkert hafi orðið af framboði.Guðni Bergsson lék lengst af atvinnumannaferlinum með Bolton. Hér er hann í leik gegn Manchester United.vísir/gettyÁtta ár hæfilegur tímiÞað er skoðun Guðna að endurnýjun sé af hinu góða. Eggert Magnússon gegndi formennsku í átján ár og nú hefur Geir verið í forystunni í tvo áratugi, fyrst sem framkvæmdastjóri og nú formaður.„Ég tel kominn tíma á breytingar. Það er hollt og gott að það verði breyting á forystunni,“ segir Guðni sem telur sig geta skilað góðu starfi með sinn bakgrunn og ekki vanti áhugann.Aðspurður um hvað sé eðlilegur tími til að gegna stöðu formanns, verði hann kjörinn, segir Guðni að átta ár séu hæfilegur tími.„Plús mínus tvö ár,“ bætir hann við og grínast með að það séu þeir Barack Obama, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sammála um að sé hæfilegur tími. Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark strákanna okkar á EM í sumar sem var upphafið á eftirminnilegum vikum í Frakklandi.Vísir/VilhelmÆtlar á flakk um landiðÍslensk knattspyrna stendur í blóma um þessar mundir hvað varðar A-landslið karla. Karlaliðið komst í átta liða úrslit í frumsýningu liðsins á stórmóti í sumar þegar leikið var á Evrópumótinu í Frakklandi. Kvennaliðið er því sem næst orðið að fastagesti á EM kvenna en leikið verður í Hollandi næsta sumar.Þrátt fyrir það virðist ríkja töluverð óánægja meðal forsvarsmanna félaga í efstu deild með KSÍ. Þykir formönnum félaga í deildinni tenging við regnhlífina, KSÍ, vera brotna. Formenn félaga í neðri deildum virðast þó upp til hópa ekki hafa jafn sterkar skoðanir á því að breytinga sé þörf í forystu KSÍ.Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi. Atkvæði í kjörinu hafa félögin á landinu og eru þau í heildina 147. 125 fulltrúar með atkvæðarétt mættu á síðasta ársþing sem er ekki óeðlilegt fulltrúa atkvæða sem nýtt eru á þinginu. Ljóst er að sá sem ætlar sér starf formanns þarf að tryggja sér stuðning víðast hvar á landinu.Ætlar Guðni að ferðast um landið í aðdraganda kosninga? „Ég er búinn að spjalla við mjög marga símleiðis og hitta einhverja. En já ég myndi gera það og auðvitað kynna mig og mín sjónarmið í þessu, og hvernig ég sé fótboltann í landinu,“ segir Guðni áhugasamur um að hitta sem flesta í aðdraganda þingsins.Starfsmenn og þjálfarar hjá KSÍ moka snjó af Laugardalsvelli í nóvember 2008.Vísir/VilhelmBest væri að geta lokað LaugardalsvelliGuðni er þeirrar skoðunar að Íslendingar þurfi nýjan þjóðarleikvang í Laugardal. Geir hefur talað mjög fyrir framkvæmdum í Laugardal og óhætt að segja að menn séu stórhuga. Skiptar skoðanir eru á því hvort virkileg þörf sé á nýjum leikvangi enda tiltölulega nýtt „vandamál“ að stuðningsmenn karlalandsliðsins komist ekki allir á leiki í Laugardalnum. Óvíst er hve lengi vandamálið verði við lýði þótt allir voni að velgengni strákanna okkar vari sem lengst.Guðni bendir á hlaupabrautina og þá staðreynd að völlurinn hafi verið byggður með frjálsar íþróttir í huga. Betra væri að hafa sérhannaðan leikvang fyrir knattspyrnu sem væri ekki opinn í norður og suður. Svo sé ákveðið vandamál að stefnt er að keppnisleikjum í mars og nóvember sem gæti skapað erfiðleika miðað við völlinn eins og hann sé í dag.„Æskilegast væri að möguleiki væri á að loka þaki leikvangsins og þá aðallega með tilliti til veðurfars og mögulegs tónleikahalds,“ segir Guðni en leggur áherslu á að fara þurfi vel yfir málið, rekstrarlega og kostnaðarlega. KSÍ megi ekki setja sig í fjárhagslegar ábyrgðir eða teygja sig of langt í því sambandi. Margir aðilar þurfi að koma að málinu og fara að öllu með gát.Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA.vísir/gettyBónusgreiðslur Geirs slæm ákvörðunFjallað var um hlutverk landsliðsnefndar karla á Vísi á dögunum og þá hafa bónusgreiðslur sem formaður KSÍ þáði, vegna álags í kringum EM í sumar og hlutverk sitt að koma nýjum framkvæmdastjóra inn í starfið, hafa verið til umfjöllunar. Sitt sýnist hverjum. En hvað finnst formannsframbjóðandanum?„Ég held að það mál hafi verið formanni erfitt og hafi ekki verið góð ákvörðun,“ segir Guðni um aukagreiðslurnar sem Geir þáði. „Varðandi landsliðsnefndina þá held ég að það fyrirkomulag sé barn síns tíma.“Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA og það evrópska, UEFA, hafa verið til umfjöllunar undanfarin ár og þá sérstaklega á síðustu árum vegna spilltra forseta sambandanna og hætt settra aðila. Þá sérstaklega hjá FIFA þar sem Sepp Blatter gegndi formennsku í tæplega átján ár. Hann var lengi sakaður um spillingu í fjölmiðlum en barðist með kjafti og klóm. Rannsókn yfirvalda varð að lokum til þess að fella Blatter af stóli en fjölmargir háttsettir innan FIFA reyndust líka með óhreint mjöl í pokahorninu.„Það er alveg ljóst að þessar fregnir og framvindan hjá FIFA, og einhverju leyti hjá UEFA, voru auðvitað áhyggjuefni og ekki skemmtileg lesning fyrir knattspyrnuáhugafólk,“ segir Guðni. Löngu hafi verið orðið tímabært að Sepp Blatter stigi til hliðar.„Hann hefði átt að gera það fyrir löngu. Ég held að ég og fleiri séu meðvitaðir um það og vonumst til þess að knattspyrnuhreyfingin í Evrópu og á heimsvísu hreinsi til hjá sér, það verði meira gegnsæi í ákvarðanatöku um stórmót og meðferð á fjármagni. Auðvitað viljum við ekki sjá spillingu í svona alþjóðasamtökum hvar sem er.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni staðfestir framboð til formanns KSÍ Guðni Bergsson ætlar í formannsslag við Geir Þorsteinsson. 14. desember 2016 11:07 Ragnar ánægður með framboð Guðna: „Þetta líst mér á“ Eins og greint var frá fyrir skemmstu ætlar Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. 14. desember 2016 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Guðni Bergsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður, ætlar að þiggja laun í starfi sínu sem formaður KSÍ til að geta gefið sig allan í starfið. Hann segir landsliðsnefnd karla barn síns tíma og telur ákvörðun Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ frá 2007, um að þiggja tvöföld mánaðarlaun í bónusgreiðslu hafa verið slæma. Þetta segir Guðni í samtali við Vísi. Guðni sendi fjölmiðlum tilkynningu í morgun þess efnis að hann ætli í framboð en áður hafði verið greint frá því að hann væri undir feldi. Hann segir að honum hafi verið orðið heitt undir feldinum og talið tímabært að taka ákvörðun.Björn Einarsson, formaður Víkings, myndi halda áfram í vinnu sinni hjá TVG Zimzen og sinna formennsku KSÍ launalaust.Vel launað starfGeir Þorsteinsson hyggur einnig á endurkjör auk þess sem Björn Einarsson, formaður Víkings, er undir feldi varðandi mögulegt framboð. Björn hefur sagst muna gegn starfinu launalaust en starf formannsins var gert að launuðu starfi um miðjan síðasta áratug þegar Geir gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá KSÍ. Skoðun hans á því að starfið eigi að vera launuð liggur fyrir, en hvað finnst Guðna?„Ég veit ekki nákvæmlega hver kjörin eru,“ segir Guðni og bætir við að honum skiljist þó að þau séu ágæt. Það sé hins vegar ekki eitthvað sem hann hafi velt fyrir sér. Fram hefur komið að mánaðarlaun formanns séu um ein og hálf milljón króna en þau hafa verið skör hærri en laun forsætisráðherra undanfarin ár.„Hvað mig varðar þá sé ég mig fara í þetta starf sem launað starf til að geta gefið mig allan í starfið. Þannig yrði það allavega fyrsta kjörtímabilið,“ segir Guðni. Hann telji krafta sína best nýtta ef hann getur einbeitt sér að fullu í þágu íslenskrar knattspyrnu og sinna hagsmunum íslenskrar knattspyrnu á erlendum vettvangi þaðan sem stærstur hluti tekna KSÍ kemur. Til að byrja með muni taka tíma að kynna sér innviðina og starf KSÍ sem hafi verið öflugt og gott í gegnum árin. „En það má alltaf endurskoða og gera betur.“Geir Þorsteinsson hefur verið í forystu KSÍ í tvo áratugi. Fyrst sem skrifstofustjóri, svo framkvæmdastjóri og loks formaður.vísir/stefánRæddi áður við Geir um formannsembættið Óhætt er að fullyrða að framundan sé spennandi formannskosning hjá knattspyrnusambandinu, í það minnsta síðan undirritaður fór að fylgjast með knattspyrnu um það leyti þegar Eggert Magnússon varð formaður KSÍ árið 1989. Eggert gegndi formennsku til ársins 2007 þegar Geir fór úr stöðu framkvæmdastjóra í starf formanns.Guðni segist hafa rætt við Geir og tilkynnt honum um framboð sitt til formanns. Hann hefur þó ekki rætt við Björn en þeir þekkist þó ágætlega. Guðni sé viss um að þeir eigi eftir að heyrast.Samkvæmt heimildum Vísis hefur áður verið sótt fast að Guðna að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Aldrei varð þó af framboði, fyrr en nú, en Guðni hafi rætt um formannsstöðuna við Geir á sínum tíma.„Þetta hefur komið til tals á milli okkar Geirs áður,“ segir Guðni. Það sé ekkert leyndarmál, en ekkert hafi orðið af framboði.Guðni Bergsson lék lengst af atvinnumannaferlinum með Bolton. Hér er hann í leik gegn Manchester United.vísir/gettyÁtta ár hæfilegur tímiÞað er skoðun Guðna að endurnýjun sé af hinu góða. Eggert Magnússon gegndi formennsku í átján ár og nú hefur Geir verið í forystunni í tvo áratugi, fyrst sem framkvæmdastjóri og nú formaður.„Ég tel kominn tíma á breytingar. Það er hollt og gott að það verði breyting á forystunni,“ segir Guðni sem telur sig geta skilað góðu starfi með sinn bakgrunn og ekki vanti áhugann.Aðspurður um hvað sé eðlilegur tími til að gegna stöðu formanns, verði hann kjörinn, segir Guðni að átta ár séu hæfilegur tími.„Plús mínus tvö ár,“ bætir hann við og grínast með að það séu þeir Barack Obama, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sammála um að sé hæfilegur tími. Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark strákanna okkar á EM í sumar sem var upphafið á eftirminnilegum vikum í Frakklandi.Vísir/VilhelmÆtlar á flakk um landiðÍslensk knattspyrna stendur í blóma um þessar mundir hvað varðar A-landslið karla. Karlaliðið komst í átta liða úrslit í frumsýningu liðsins á stórmóti í sumar þegar leikið var á Evrópumótinu í Frakklandi. Kvennaliðið er því sem næst orðið að fastagesti á EM kvenna en leikið verður í Hollandi næsta sumar.Þrátt fyrir það virðist ríkja töluverð óánægja meðal forsvarsmanna félaga í efstu deild með KSÍ. Þykir formönnum félaga í deildinni tenging við regnhlífina, KSÍ, vera brotna. Formenn félaga í neðri deildum virðast þó upp til hópa ekki hafa jafn sterkar skoðanir á því að breytinga sé þörf í forystu KSÍ.Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi. Atkvæði í kjörinu hafa félögin á landinu og eru þau í heildina 147. 125 fulltrúar með atkvæðarétt mættu á síðasta ársþing sem er ekki óeðlilegt fulltrúa atkvæða sem nýtt eru á þinginu. Ljóst er að sá sem ætlar sér starf formanns þarf að tryggja sér stuðning víðast hvar á landinu.Ætlar Guðni að ferðast um landið í aðdraganda kosninga? „Ég er búinn að spjalla við mjög marga símleiðis og hitta einhverja. En já ég myndi gera það og auðvitað kynna mig og mín sjónarmið í þessu, og hvernig ég sé fótboltann í landinu,“ segir Guðni áhugasamur um að hitta sem flesta í aðdraganda þingsins.Starfsmenn og þjálfarar hjá KSÍ moka snjó af Laugardalsvelli í nóvember 2008.Vísir/VilhelmBest væri að geta lokað LaugardalsvelliGuðni er þeirrar skoðunar að Íslendingar þurfi nýjan þjóðarleikvang í Laugardal. Geir hefur talað mjög fyrir framkvæmdum í Laugardal og óhætt að segja að menn séu stórhuga. Skiptar skoðanir eru á því hvort virkileg þörf sé á nýjum leikvangi enda tiltölulega nýtt „vandamál“ að stuðningsmenn karlalandsliðsins komist ekki allir á leiki í Laugardalnum. Óvíst er hve lengi vandamálið verði við lýði þótt allir voni að velgengni strákanna okkar vari sem lengst.Guðni bendir á hlaupabrautina og þá staðreynd að völlurinn hafi verið byggður með frjálsar íþróttir í huga. Betra væri að hafa sérhannaðan leikvang fyrir knattspyrnu sem væri ekki opinn í norður og suður. Svo sé ákveðið vandamál að stefnt er að keppnisleikjum í mars og nóvember sem gæti skapað erfiðleika miðað við völlinn eins og hann sé í dag.„Æskilegast væri að möguleiki væri á að loka þaki leikvangsins og þá aðallega með tilliti til veðurfars og mögulegs tónleikahalds,“ segir Guðni en leggur áherslu á að fara þurfi vel yfir málið, rekstrarlega og kostnaðarlega. KSÍ megi ekki setja sig í fjárhagslegar ábyrgðir eða teygja sig of langt í því sambandi. Margir aðilar þurfi að koma að málinu og fara að öllu með gát.Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA.vísir/gettyBónusgreiðslur Geirs slæm ákvörðunFjallað var um hlutverk landsliðsnefndar karla á Vísi á dögunum og þá hafa bónusgreiðslur sem formaður KSÍ þáði, vegna álags í kringum EM í sumar og hlutverk sitt að koma nýjum framkvæmdastjóra inn í starfið, hafa verið til umfjöllunar. Sitt sýnist hverjum. En hvað finnst formannsframbjóðandanum?„Ég held að það mál hafi verið formanni erfitt og hafi ekki verið góð ákvörðun,“ segir Guðni um aukagreiðslurnar sem Geir þáði. „Varðandi landsliðsnefndina þá held ég að það fyrirkomulag sé barn síns tíma.“Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA og það evrópska, UEFA, hafa verið til umfjöllunar undanfarin ár og þá sérstaklega á síðustu árum vegna spilltra forseta sambandanna og hætt settra aðila. Þá sérstaklega hjá FIFA þar sem Sepp Blatter gegndi formennsku í tæplega átján ár. Hann var lengi sakaður um spillingu í fjölmiðlum en barðist með kjafti og klóm. Rannsókn yfirvalda varð að lokum til þess að fella Blatter af stóli en fjölmargir háttsettir innan FIFA reyndust líka með óhreint mjöl í pokahorninu.„Það er alveg ljóst að þessar fregnir og framvindan hjá FIFA, og einhverju leyti hjá UEFA, voru auðvitað áhyggjuefni og ekki skemmtileg lesning fyrir knattspyrnuáhugafólk,“ segir Guðni. Löngu hafi verið orðið tímabært að Sepp Blatter stigi til hliðar.„Hann hefði átt að gera það fyrir löngu. Ég held að ég og fleiri séu meðvitaðir um það og vonumst til þess að knattspyrnuhreyfingin í Evrópu og á heimsvísu hreinsi til hjá sér, það verði meira gegnsæi í ákvarðanatöku um stórmót og meðferð á fjármagni. Auðvitað viljum við ekki sjá spillingu í svona alþjóðasamtökum hvar sem er.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni staðfestir framboð til formanns KSÍ Guðni Bergsson ætlar í formannsslag við Geir Þorsteinsson. 14. desember 2016 11:07 Ragnar ánægður með framboð Guðna: „Þetta líst mér á“ Eins og greint var frá fyrir skemmstu ætlar Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. 14. desember 2016 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Guðni staðfestir framboð til formanns KSÍ Guðni Bergsson ætlar í formannsslag við Geir Þorsteinsson. 14. desember 2016 11:07
Ragnar ánægður með framboð Guðna: „Þetta líst mér á“ Eins og greint var frá fyrir skemmstu ætlar Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrverandi landsliðsfyrirliði, að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. 14. desember 2016 11:22