Skrítin staða í fjaðurvigtinni gæti orðið enn flóknari í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. desember 2016 15:34 UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira
UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira