Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2016 22:30 Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Vísir/GVA Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir einkennilegt að lögregla skuli draga nafn hans fram í greinargerð í Hæstarétti vegna rannsóknar á nauðgun, en hann er réttargæslumaður konu sem kærði nauðgun og dró kæruna svo til baka. Sveinn Andri segir að konan segi farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögreglu eftir að hún breytti framburði sínum. Lögregluþjónar hafi ekki viljað taka af henni skýrslu. Tilefni yfirlýsingar Sveins Andra er frétt um að kona hafi hætt við að kæra nauðgun eftir að vopnaðir menn hótuðu henni. Hann segist ekki hafa heyrt um hótanir í hennar garð og hafi hann engar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Þar að auki sé það ekki í verkahring réttargæslumanns.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Í greinargerð lögreglu, þar sem krafist var að hinn grunaði maður yrði látinn afplána eftirstöðvar fangelsisdóms síns vegna gruns um alvarlegan glæp, er tekið fram að Sveinn Andri hafi orðið réttargæslumaður konunnar skömmu eftir að hún dró kæruna til baka. Sveinn Andri segir konuna hafa leitað til sín og beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð hennar og um leið afturkalla heimild lögreglu til að fá afrit af læknavottorðum. „Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingunni. „Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“Yfirlýsingu Sveins Andra má lesa hér að neðan.Í tilefni af frétt á vísir.is í dag þar sem mitt nafn bar á góma sem réttargæzlumaður brotaþola í máli sem rannsakað er sem kynferðisbrotamál vill undirritaður taka fram.Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings.Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit.Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.Nokkrum dögum síðar hafði umbjóðandi minn aftur samband og sagði ekki sögur sínar sléttar af samskiptum við lögreglu; lögregla hefði ekki viljað taka af henni skýrslu eftir að hún breytti framburði sínum. Sendi hún sendi mér uppkast að yfirlýsingu um samskipti hennar við lögreglu, sem ég snikkaði til og hún kvittaði undir og fékk í sínar vörslur.Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt.Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.Sveinn Andri Sveinsson hrl Tengdar fréttir Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir einkennilegt að lögregla skuli draga nafn hans fram í greinargerð í Hæstarétti vegna rannsóknar á nauðgun, en hann er réttargæslumaður konu sem kærði nauðgun og dró kæruna svo til baka. Sveinn Andri segir að konan segi farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögreglu eftir að hún breytti framburði sínum. Lögregluþjónar hafi ekki viljað taka af henni skýrslu. Tilefni yfirlýsingar Sveins Andra er frétt um að kona hafi hætt við að kæra nauðgun eftir að vopnaðir menn hótuðu henni. Hann segist ekki hafa heyrt um hótanir í hennar garð og hafi hann engar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Þar að auki sé það ekki í verkahring réttargæslumanns.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Í greinargerð lögreglu, þar sem krafist var að hinn grunaði maður yrði látinn afplána eftirstöðvar fangelsisdóms síns vegna gruns um alvarlegan glæp, er tekið fram að Sveinn Andri hafi orðið réttargæslumaður konunnar skömmu eftir að hún dró kæruna til baka. Sveinn Andri segir konuna hafa leitað til sín og beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð hennar og um leið afturkalla heimild lögreglu til að fá afrit af læknavottorðum. „Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingunni. „Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“Yfirlýsingu Sveins Andra má lesa hér að neðan.Í tilefni af frétt á vísir.is í dag þar sem mitt nafn bar á góma sem réttargæzlumaður brotaþola í máli sem rannsakað er sem kynferðisbrotamál vill undirritaður taka fram.Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings.Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit.Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.Nokkrum dögum síðar hafði umbjóðandi minn aftur samband og sagði ekki sögur sínar sléttar af samskiptum við lögreglu; lögregla hefði ekki viljað taka af henni skýrslu eftir að hún breytti framburði sínum. Sendi hún sendi mér uppkast að yfirlýsingu um samskipti hennar við lögreglu, sem ég snikkaði til og hún kvittaði undir og fékk í sínar vörslur.Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt.Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.Sveinn Andri Sveinsson hrl
Tengdar fréttir Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30