Andstæðingar skattaundanskota óskast í þingsal
Þvílíka vitleysan, ungt fólk er ekkert í samkeppni við ferðamenn - þeir gista á hótelum sem spretta upp eins og lúpínur um alla borg!
Ef þessi misskilningur er ennþá til staðar hjá einhverjum, þá leiðréttist hann hér með. Í Reykjavík eru yfir 3.000 íbúðir til útleigu ferðamanna. Óvíst er með fjölda á Seltjarnarnesi, í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Kópavogi. Vissulega býr fólk örugglega í einhverjum af þessum 3.000 íbúðum og leigir út af og til - þegar það er ekki heima. Það er fullkomlega ásættanlegt og í raun frábært - að hægt sé að nýta íbúðina þegar fólk fer í frí eða upp í sumarbústað, svo lengi sem gjöldum og sköttum er skilað í samræmi við það. Þó áætlar Arion Banki að nýting sé yfir 60% í virkum íbúðum og má því áætla að í mörgum þessara íbúða sé eingöngu atvinnustarfsemi, á kostnað ungs fólks og fólks á leigumarkaði.
Eins og ég benti á í pistli mínum á romur.is þá er bullandi ósamræmi í því að hjálpa ungu fólki að eignast fyrstu fasteign og nýjum lögum um heimagistingu, þar sem dauðafæri var til þess að auka framboð á húsnæðismarkaði sem er nauðsynleg mótvægisaðgerð við eftirspurnaraukninguna. Nú síðast berast fréttir af því að menn viti ekkert hvernig eigi að framfylgja þessum lögum, þau eru kannski ekkert sérstakt forgangsmál heldur bara til skrauts?
Maður spyr sig.
Á Íslandi greiða rúmlega 1.200 aðilar gistináttaskatt. Þá er ég að telja öll hótel, farfuglaheimili, tjaldsvæði á öllu landinu o.s.frv. auk einhverra heimagistingaraðila. Ef stærðfræðikunnáttan mín er í lagi þá eru það töluvert færri en eru með AirBnB bara í Reykjavík. Hér er augljóst að stórfelld skattaundanskot eru meginreglan frekar en undantekningin. Á ekkert að taka á þessu?
Velta gististaða var 12,8% af heildarveltu ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2015. Er rétt að leysa gjaldtökuvandamál ferðaþjónustunnar með þessum litla kima greinarinnar? Samkvæmt greiningardeild Arion Banka gista fleiri í óskráðri gistingu heldur en á hótelum.
Nei, þreföldum gistináttagjald og aukum þar með hvatann til skattaundanskota, refsum löglegri starfsemi og höldum uppi svartri starfsemi. Það er nánast einróma sátt um það, 55 sögðu já á meðan enginn mótmælti. Þið standið ykkur vel í fyrstu fjárlögum kæra Alþingi.
Leyfið mér að setja þennan vanda betur upp fyrir ykkur.
Ef þú værir að vinna fullt starf í fiskvinnslu og aðilinn við hliðina á þér líka en hann væri að vinna svart, því það er allt í lagi. Látum sem annarhver maður í fiskvinnslunni sé að vinna svart, þá erum við komin með svipaða mynd og er í Reykjavík á gististöðum. Finnst þér sanngjarnt og réttlátt að þú farir að borga meiri skatta og gjöld svo hinn aðilinn gæti haldið àfram að vinna svart, af því að það er svo erfitt að fá þá sem borga ekki til að borga? Ef það er vilji til að hægja á hraðri aukningu ferðamanna til Íslands þà eiga stjórnvöld að taka à svartri starfsemi sem er svo yfirgengilega mikil að það er út í hött að skoða nokkrar aðrar leiðir á meðan.
Ég legg til tvær lausnir.
Í fyrsta lagi skulum við hverfa frá gistináttagjaldi þangað til að fjöldi skráðra kennitalna hjá ríkisskattstjóra endurspeglar alla aðila markaðarins, stóra sem smáa, hvíta sem svarta. Þá er ég að tala um að öll hótel landsins séu skráð, Airbnb og Homeaway fara að innheimta gistináttagjald og upplýsingum til ríkisins, sem frændur okkar í Danmörku eru þó í basli með. Það væri einnig betra að sýslumenn myndu finna út úr því hvernig ætti að framfylgja lögunum. Þá getum við farið að tala saman.
Í öðru lagi skulum ræða saman um komugjöld þangað til, það er ekki mikið um svartan flutning fólks til landsins og með komugjöldum þá náum við einnig skemmtiferðaskipunum, sem greiða auðvitað ekki gistináttagjald en það koma yfir hundrað þúsund farþegar árlega með þeim. Einnig ætti að skoða vegatolla og bílastæðagjöld á fjölförnum stöðum. Í guðanna bænum hækkið svo sektirnar fyrir brot, það er nánast hagkvæmt að brjóta lögin því tekjurnar verða hærri en sektin.
Við skulum gera þetta málefnalega kæru alþingismenn, ég veit þið vinnið erfitt starf og enginn er fullkominn. Við skulum þó hætta að gera skattaundanskotum hátt undir höfði, ég held að við ættum öll að vera sammála um það. Eru einhverjir andstæðingar skattaundanskota í þessum blessaða þingsal?
Það sem birtist hér að ofan eru persónulegar skoðanir höfundar en endurspegla ekki skoðanir vinnuveitanda hans né annarra.
Skoðun

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar