Enn um hæfi dómara Haukur Örn Birgisson skrifar 23. desember 2016 07:00 Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar