Skildi skilríkin eftir í bílnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. desember 2016 07:00 Sönghópur skipaður jafnt innflytjendum sem innfæddum Berlínarbúum hóf upp raust sína á jólamarkaðnum í Berlín og hvatti til samstöðu allra. vísir/epa Þýska ríkisstjórnin samþykkti í gær að auka notkun eftirlitsmyndavéla. Af persónuverndarástæðum hafa til þessa verið strangar reglur í gildi í Þýskalandi um slíkt eftirlit. Þessi ákvörðun er tekin vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudaginn, sem kostaði tólf manns lífið. Við rannsókn málsins hefur lögreglan ekki haft mikið gagn af upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Borgarstjórnin í Berlín hefur sagt ástæðulaust að fjölga eftirlitsmyndavélum, þrátt fyrir árásina á mánudag. Árásarmaðurinn var í gær enn ófundinn, en hann varð tólf manns að bana og særði nærri 50 manns, þar af 30 alvarlega, þegar hann ók inn á jólamarkaðinn á stórri flutningabifreið.Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust á mánudagskvöldið.vísir/EPALögreglan leitaði að rúmlega tvítugum manni, Anis Amri, sem hún hafði grunaðan um að vera hættulegan vegna tengsla við íslamska öfgamenn. Hann er frá Túnis og sótti um hæli í Þýskalandi í apríl síðastliðnum. Umsókn hans var hafnað í sumar en stjórnvöld höfðu fallist á að fresta því tímabundið að vísa honum úr landi. Skilríki hans fundust undir bílstjórasæti vöruflutningabifreiðarinnar sem ekið var inn í mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. Árásarmaðurinn virðist hafa stolið bifreiðinni frá pólsku flutningafyrirtæki. Bifreiðarstjórinn, sem var pólskur ríkisborgari, fannst látinn í bílnum með sár eftir bæði hnífstungur og byssuskot. Þýskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að hann hafi átt í átökum við árásarmanninn þegar bifreiðinni var ekið inn á jólamarkaðinn. Árásarmaðurinn hafi skotið hann um það leyti sem bifreiðin stöðvaðist. Þetta kemur heim og saman við frásagnir vitna um að hvellur mikill hafi heyrst frá bifreiðinni þegar henni var ekið inn í mannfjöldann. Vígasamtökin Íslamskt ríki, eða Daish, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa ítrekað skorað á fólk um heim allan að fremja hryðjuverk. Anis Amri er sagður hafa haft tengsl við öfgaklerk að nafni Abu Walaa, sem var handtekinn í bænum Bad Salzdetfurth þann 8. nóvember síðastliðinn. Sá var ákærður fyrir að hafa reynt að fá ungt fólk til að ganga til liðs við Daish-samtökin. Annar hælisleitandi var í fyrstu grunaður um verknaðinn en hann var látinn laus þar sem ekkert benti til sektar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Þýska ríkisstjórnin samþykkti í gær að auka notkun eftirlitsmyndavéla. Af persónuverndarástæðum hafa til þessa verið strangar reglur í gildi í Þýskalandi um slíkt eftirlit. Þessi ákvörðun er tekin vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudaginn, sem kostaði tólf manns lífið. Við rannsókn málsins hefur lögreglan ekki haft mikið gagn af upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Borgarstjórnin í Berlín hefur sagt ástæðulaust að fjölga eftirlitsmyndavélum, þrátt fyrir árásina á mánudag. Árásarmaðurinn var í gær enn ófundinn, en hann varð tólf manns að bana og særði nærri 50 manns, þar af 30 alvarlega, þegar hann ók inn á jólamarkaðinn á stórri flutningabifreið.Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust á mánudagskvöldið.vísir/EPALögreglan leitaði að rúmlega tvítugum manni, Anis Amri, sem hún hafði grunaðan um að vera hættulegan vegna tengsla við íslamska öfgamenn. Hann er frá Túnis og sótti um hæli í Þýskalandi í apríl síðastliðnum. Umsókn hans var hafnað í sumar en stjórnvöld höfðu fallist á að fresta því tímabundið að vísa honum úr landi. Skilríki hans fundust undir bílstjórasæti vöruflutningabifreiðarinnar sem ekið var inn í mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. Árásarmaðurinn virðist hafa stolið bifreiðinni frá pólsku flutningafyrirtæki. Bifreiðarstjórinn, sem var pólskur ríkisborgari, fannst látinn í bílnum með sár eftir bæði hnífstungur og byssuskot. Þýskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að hann hafi átt í átökum við árásarmanninn þegar bifreiðinni var ekið inn á jólamarkaðinn. Árásarmaðurinn hafi skotið hann um það leyti sem bifreiðin stöðvaðist. Þetta kemur heim og saman við frásagnir vitna um að hvellur mikill hafi heyrst frá bifreiðinni þegar henni var ekið inn í mannfjöldann. Vígasamtökin Íslamskt ríki, eða Daish, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa ítrekað skorað á fólk um heim allan að fremja hryðjuverk. Anis Amri er sagður hafa haft tengsl við öfgaklerk að nafni Abu Walaa, sem var handtekinn í bænum Bad Salzdetfurth þann 8. nóvember síðastliðinn. Sá var ákærður fyrir að hafa reynt að fá ungt fólk til að ganga til liðs við Daish-samtökin. Annar hælisleitandi var í fyrstu grunaður um verknaðinn en hann var látinn laus þar sem ekkert benti til sektar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira