Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2016 21:00 Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira