Þjálfari Gunnars Nelson og Conors datt af svifbretti eftir þakkarræðu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 09:00 Conor McGregor og John Kavanagh áttu frábært ár 2016. vísir/getty/skjáskot Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017 MMA Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017
MMA Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira