Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir byrjar árið 2017 af miklum krafti en hún setti þrjú Íslandsmet um síðustu helgi.
Thelma Björg setti Íslandsmetin meistaramóti Reykjavíkur í sundi í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalshöllinni.
Metin setti Thelma Björg í 200 metra bringusundi, 50 metra bringusundi og 100 metra bringusundi en þetta eru fyrstu Íslandsmet ársins í sundi úr röðum fatlaðra.
Thelma sem syndir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík keppir í flokki S6 (hreyfihamlaðir).
Thelma synti á 3:57,05 mínútum í 200 metra bringusundi, á 53,54 sekúndum í 50 metra bringusundi og á 1:52,44 mínútu í 100 metra bringusundi.
Thelma Björg Björnsdóttir var kosin íþróttamaður ársins hjá fötluðum þrjú ár í röð frá 2013 til 2015 en missti titilinn til Sonju Sigurðardóttur í fyrra.
Ef marka má þessa frábæru byrjun á árinu þá er Thelma Björg staðráðin í að endurheimta þann flotta titil á árinu 2017.
