Sprenghlægilegt myndband: Settu harmonikku á milli handa Trump
Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Trump væri afar fær með harmonikku.Vísir/Skjáskot
Ræðustíll verðandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps, hefur lengi verið umtalsefni. Handahreyfingar hans sem lítið lát er á eru eitt af einkennismerkjum milljónamæringsins og verðandi forsetans.
Hreyfingarnar hafa nú verið nýttar sem efnisviður í sprenghlægilegt myndband þar sem harmonikku er komið fyrir á milli handa Trumps.
Það er ljóst að hér gæti verið um að ræða eitt steiktasta ef ekki fyndnasta myndband internetsins. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.