Vill að sveitarfélög hafi eftirlit með AirbnB 14. janúar 2017 20:03 Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“ Víglínan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“
Víglínan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira