Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2017 12:18 Forsvarsmenn flokkanna þriggja handsala nýja ríkisstjórn. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að láta til sín taka á vettvangi Alþingis og biðji ekki um að verkefnið verði sérstaklega auðvelt. Hann segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrst á dagskrá sé að koma fram þingmálum sem marki efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar til fimm ára. Þrjátíu og einn þingmaður situr nú í stjórnarandstöðu en þrjátíu og tveir þingmenn fylla stjórnarflokkana þrjá sem tóku við ríkisstjórn landsins á Bessastöðum í gær. Stjórnarmeirihlutinn þarf því að reiða sig á atkvæði hvers einasta þingmann stjórnarflokkanna þegar kemur að afgreiðslu mála á Alþingi til að ná málum í gegn, að því gefnu að stjórnarandstöðuflokkarnir séu einnig einhuga í atkvæðagreiðslum á þinginu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði margsinnis á þeim sex vikum sem stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir að hann teldi meirihluta Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar helst til of tæpan.Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða.vísir/Anton Brink„Við biðjum ekki um að þetta sé sérstaklega auðvelt. Við erum tilbúin að láta til okkar taka og við höfum sett saman stjórnarsáttmála um helstu áherslumálin,“ sagði Bjarni þegar hann var nýorðinn forsætisráðherra eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær.Heldur þú að þessi naumi meirihluti muni líka þýða að það verði vandað meira til verka við framlagningu frumvarpa þannig að þau komi kannski þroskaðri inn í þingið?„Ég vil nú ekki segja að menn hafi kastað til hendinni en já við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð. Auðvitað hefur það áhrif á hvernig menn skipuleggja þingstörfin ef unnið er með tæpan meirihluta. Og já, kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótar málamiðlanir. Það er bara allt í lagi. Það er staða sem við getum vel unnið með,“ segir forsætisráðherrann nýi. Þegar á öllu sé á botninn hvolft sé meirihluti meirihluti. Bjarni segir að stóru málin sem afgreiða þurfi á vorþinginu sem hefst hinn 24. janúar verði að koma saman fjármálastefnu til næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum næsta árs. En í þessum tveimur þingmálum mun efnahagsstefna nýrrar ríkisstjórnar koma fram. Þá hefur ný ríkisstjórn ákveðið að færa málefni Seðlabanka Íslands frá fjármálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og um leið flytjast málefni Hagstofunnar til fjármálaráðuneytisins. „Við getum vonandi sem fyrst komið endurskoðun á peningastefnunni í farveg og í góðri sátt við stjórnarandstöðuna. Þetta eru nokkur mál sem ég get nefnt til að byrja með,” sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Bessastöðum í gær. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að láta til sín taka á vettvangi Alþingis og biðji ekki um að verkefnið verði sérstaklega auðvelt. Hann segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrst á dagskrá sé að koma fram þingmálum sem marki efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar til fimm ára. Þrjátíu og einn þingmaður situr nú í stjórnarandstöðu en þrjátíu og tveir þingmenn fylla stjórnarflokkana þrjá sem tóku við ríkisstjórn landsins á Bessastöðum í gær. Stjórnarmeirihlutinn þarf því að reiða sig á atkvæði hvers einasta þingmann stjórnarflokkanna þegar kemur að afgreiðslu mála á Alþingi til að ná málum í gegn, að því gefnu að stjórnarandstöðuflokkarnir séu einnig einhuga í atkvæðagreiðslum á þinginu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði margsinnis á þeim sex vikum sem stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir að hann teldi meirihluta Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar helst til of tæpan.Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða.vísir/Anton Brink„Við biðjum ekki um að þetta sé sérstaklega auðvelt. Við erum tilbúin að láta til okkar taka og við höfum sett saman stjórnarsáttmála um helstu áherslumálin,“ sagði Bjarni þegar hann var nýorðinn forsætisráðherra eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær.Heldur þú að þessi naumi meirihluti muni líka þýða að það verði vandað meira til verka við framlagningu frumvarpa þannig að þau komi kannski þroskaðri inn í þingið?„Ég vil nú ekki segja að menn hafi kastað til hendinni en já við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð. Auðvitað hefur það áhrif á hvernig menn skipuleggja þingstörfin ef unnið er með tæpan meirihluta. Og já, kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótar málamiðlanir. Það er bara allt í lagi. Það er staða sem við getum vel unnið með,“ segir forsætisráðherrann nýi. Þegar á öllu sé á botninn hvolft sé meirihluti meirihluti. Bjarni segir að stóru málin sem afgreiða þurfi á vorþinginu sem hefst hinn 24. janúar verði að koma saman fjármálastefnu til næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum næsta árs. En í þessum tveimur þingmálum mun efnahagsstefna nýrrar ríkisstjórnar koma fram. Þá hefur ný ríkisstjórn ákveðið að færa málefni Seðlabanka Íslands frá fjármálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og um leið flytjast málefni Hagstofunnar til fjármálaráðuneytisins. „Við getum vonandi sem fyrst komið endurskoðun á peningastefnunni í farveg og í góðri sátt við stjórnarandstöðuna. Þetta eru nokkur mál sem ég get nefnt til að byrja með,” sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Bessastöðum í gær.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00
Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45