Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 13:59 Sænsk kona hefur sent Anders Behring Breivik rúmlega 130 bréf frá árinu 2012 og hann hefur sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Vísir/AFP Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik þarf að þola að vel sé fylgst með öllum þeim bréfum sem honum berast og sem hann sendir frá sér. Ljóst er að mun fleiri bréf sem Breivik ritar eru stöðvuð af fangelsisyfirvöldum en þau sem honum berast. Hann er með myndir af fjölda kvenna uppi á vegg í klefa sínum. Þetta kom fram í dómssal í fangelsinu í Skien í morgun þar sem réttarhöld í máli Breivik fara nú fram. Dómstóll dæmdi síðasta vor að norska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum Breivik í fangelsi. Málsaðilar áfrýjuðu báðir dómnum og er málið nú tekið fyrir að nýju á hærra dómsstigi (lagmannsretten). Í frétt Verdens Gang um málið segir að samskipti Breivik við umheiminn hafi verið til umræðu í dómssalnum í morgun. Norski ríkissaksóknarinn Fredrik Sejersted sagði að Breivik geymi myndir af fjölda kvenna á korktöflu í klefa sínum. Þá sendi margar konur honum erótískar sögur, með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum.Í samskiptum við sænska konu Fram kom að sænsk kona hafi sent honum rúmlega 130 bréf frá árinu 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Hún er í hópi þeirra kvenna sem hafa sent myndir af sér og hefur hann ítrekað reynt að fá leyfi til að eiga í símasamskiptum við viðkomandi. „Þessi bréf eru dæmi um persónlegt samband sem hefur merkingu, í það minnsta af hennar hálfu,“ sagði Sejerstad, en slík bréf eru ekki stöðvuð af yfirvöldum. Þegar Breivik var í gæsluvarðhaldi eftir ódæðið í júlí 2011 bárust honum engin bréf og gat hann heldur ekki sent nein bréf frá sér. Þessu banni var aflétt í nóvember sama ár og bárust honum í kjölfarið mikill fjöldi bréfa frá stuðningsmönnum. Sejerstad segir að Breivik reyni að koma áróðri fyrir í nær öllum þeim textum sem hann sendir frá sér og því sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld að fylgjast vel með. Enn fremur segir Sejerstad að Breivik vilji notast við einkamálaauglýsingar til að koma áróðri sínum á framfæri.Breivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhalda í máli hans gegn norska ríkinu í gærmorgunVísir/AFPHeilsaði ekki að nasistasiðBreivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhalda í gærmorgun, en endurtók ekki leikinn í morgun. Dómari var fljótur að bregðast við kveðju Breivik í gær og sagði hana móðgun við dóminn. „Ég verð að biðja þig um að heilsa ekki aftur á þennan hátt,“ sagði dómarinn, sem Breivik virðist hafa tekið til greina.Breytingar á aðstæðum BreivikGreint var frá því í síðasta mánuði að norsk fangelsismálayfirvöld hafi gert breytingar sem snúa að aðstæðum Breivik í fangelsinu í kjölfar dómsins sem féll síðasta vor. Þær breytingar voru meðal annars gerðar að rimlar eru nú milli Breivik og lögfræðings hans þegar þeir ræða saman, í stað glerveggjar. Þá hefur hann nú aukna möguleika á að hreyfa sig og dvelja undir berum himni á fangelsislóðinni. Breivik höfðaði málið þar sem hann taldi mannréttindi sín meðal annars brotin vegna þess að hann væri ítrekað látinn sæta líkamsleit, væri í einangrun í 23 af 24 tímum sólarhringsins og vakinn á nóttunni. Þá fengi hann að hafa takmörkuð samskipti við annað fólk. Í dómnum sem féll síðasta vor sagði að líkamsleitirnar og sú mikla einangrun sem Breivik hafi sætt væru brot á einu ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Norska ríkið hélt því fram fyrir dómi ap fangelsisvist hans væri að fullu leyti í samræmi við lög og reglur. Nauðsynlegt væri að hann sætti mikilli öryggisgæslu þar sem hann væri sérstaklega hættulegur maður. Breivik drap 77 manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram. Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik þarf að þola að vel sé fylgst með öllum þeim bréfum sem honum berast og sem hann sendir frá sér. Ljóst er að mun fleiri bréf sem Breivik ritar eru stöðvuð af fangelsisyfirvöldum en þau sem honum berast. Hann er með myndir af fjölda kvenna uppi á vegg í klefa sínum. Þetta kom fram í dómssal í fangelsinu í Skien í morgun þar sem réttarhöld í máli Breivik fara nú fram. Dómstóll dæmdi síðasta vor að norska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum Breivik í fangelsi. Málsaðilar áfrýjuðu báðir dómnum og er málið nú tekið fyrir að nýju á hærra dómsstigi (lagmannsretten). Í frétt Verdens Gang um málið segir að samskipti Breivik við umheiminn hafi verið til umræðu í dómssalnum í morgun. Norski ríkissaksóknarinn Fredrik Sejersted sagði að Breivik geymi myndir af fjölda kvenna á korktöflu í klefa sínum. Þá sendi margar konur honum erótískar sögur, með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum.Í samskiptum við sænska konu Fram kom að sænsk kona hafi sent honum rúmlega 130 bréf frá árinu 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Hún er í hópi þeirra kvenna sem hafa sent myndir af sér og hefur hann ítrekað reynt að fá leyfi til að eiga í símasamskiptum við viðkomandi. „Þessi bréf eru dæmi um persónlegt samband sem hefur merkingu, í það minnsta af hennar hálfu,“ sagði Sejerstad, en slík bréf eru ekki stöðvuð af yfirvöldum. Þegar Breivik var í gæsluvarðhaldi eftir ódæðið í júlí 2011 bárust honum engin bréf og gat hann heldur ekki sent nein bréf frá sér. Þessu banni var aflétt í nóvember sama ár og bárust honum í kjölfarið mikill fjöldi bréfa frá stuðningsmönnum. Sejerstad segir að Breivik reyni að koma áróðri fyrir í nær öllum þeim textum sem hann sendir frá sér og því sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld að fylgjast vel með. Enn fremur segir Sejerstad að Breivik vilji notast við einkamálaauglýsingar til að koma áróðri sínum á framfæri.Breivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhalda í máli hans gegn norska ríkinu í gærmorgunVísir/AFPHeilsaði ekki að nasistasiðBreivik heilsaði að nasistasið við upphaf réttarhalda í gærmorgun, en endurtók ekki leikinn í morgun. Dómari var fljótur að bregðast við kveðju Breivik í gær og sagði hana móðgun við dóminn. „Ég verð að biðja þig um að heilsa ekki aftur á þennan hátt,“ sagði dómarinn, sem Breivik virðist hafa tekið til greina.Breytingar á aðstæðum BreivikGreint var frá því í síðasta mánuði að norsk fangelsismálayfirvöld hafi gert breytingar sem snúa að aðstæðum Breivik í fangelsinu í kjölfar dómsins sem féll síðasta vor. Þær breytingar voru meðal annars gerðar að rimlar eru nú milli Breivik og lögfræðings hans þegar þeir ræða saman, í stað glerveggjar. Þá hefur hann nú aukna möguleika á að hreyfa sig og dvelja undir berum himni á fangelsislóðinni. Breivik höfðaði málið þar sem hann taldi mannréttindi sín meðal annars brotin vegna þess að hann væri ítrekað látinn sæta líkamsleit, væri í einangrun í 23 af 24 tímum sólarhringsins og vakinn á nóttunni. Þá fengi hann að hafa takmörkuð samskipti við annað fólk. Í dómnum sem féll síðasta vor sagði að líkamsleitirnar og sú mikla einangrun sem Breivik hafi sætt væru brot á einu ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Norska ríkið hélt því fram fyrir dómi ap fangelsisvist hans væri að fullu leyti í samræmi við lög og reglur. Nauðsynlegt væri að hann sætti mikilli öryggisgæslu þar sem hann væri sérstaklega hættulegur maður. Breivik drap 77 manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram. Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent