Löggjöf um líffæragjafir: Er franska leiðin skynsamleg fyrir Íslendinga? Runólfur Pálsson og Birgir Jakobsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun