Hannes um orð forseta ÍSÍ: „Ég myndi aldrei svara félagi í mínu sambandi svona“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 09:55 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, er ekki alveg nógu ánægður með þau orð sem Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi aðspurður um gagnrýni KKÍ og Fimleikasambandsins er varðar fyrri úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Rétt ríflega 150 milljónum króna var útdeilt í síðustu viku en þar fékk KKÍ 18 milljónir króna sem er það mesta í sögu sambandsins. Aftur á móti vildi Hannes fá meira í ljósi þess að Handknattleikssambandið fékk tíu milljónum krónum meira með svipuð verkefni á árinu eins og fara með A-landslið á stórmót. Í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku sagðist Hannes vonast til að styrkur KKÍ úr Afrekssjóði myndi tvöfaldast við seinni úthlutun ársins í vor en þar verður 100 milljónum deilt niður á samböndin. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ sagði Hannes.Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, annar frá hægri, við úthlutun úr afrekssjóði.Vísir/VilhelmEkki alveg að átta mig á þessuSólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleiksambands Íslands, gekk mun lengra en Hannes og sagðist hreinlega fyllast vonleysi við að reyna að berjast fyrir sínu innan ÍSÍ. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins,“ sagði Sólveig við íþróttadeild 365. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, var spurður út í þessi viðbrögð KKÍ og FSÍ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann gefur lítið fyrir þau og finnst þau ekki til þess fallin að þessi sambönd fái meira við næstu úhlutun.„Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Hannes til viðtals og spurði Heimir Karlsson KKÍ-formanninn hvort hann túlkaði þetta eins og menn ættu bara að vera sáttir við sitt og halda sér saman. „Ég veit það ekki. Menn verða að túlka þetta eins og þeir vilja. Ég vil samt halda til haga að við vorum ekki að gagnrýna okkar úthlutun. Við fengum spurningu frá blaðamanni um okkar styrk og svöruðum henni. Við fengum næst mest allra og það mesta í sögu sambandsins og erum ánægð með það,“ sagði Hannes. „Við vorum spurð hvort við værum ánægði í ljósi þess sem önnur sambönd voru að fá og svo er ekki. Við gerðum ráð fyrir því að fá meira en allir formenn myndi segja að þeir vildu fá meira fyrir sitt afreksstarf.“ „Ég er ekki alveg að átta mig á þessu svari hjá honum [Lárusi]. Það verður hver og einn að túlka þetta fyrir sig en maður verður að passa hvað maður segir. Ég hefði kosið að hann hefði orðað þetta öðruvísi. Vði erum með öflugt fólk innan íþróttahreyfingarinnar og auðvitað hljótum við að mega tjá okkur. Sem formaður KKÍ myndi ég aldrei svara félagi í mínu sambandi svona,“ sagði Hannes S. Jónsson. Allt viðtalið við Hannes má heyra hér að neðan. Aðrar íþróttir Körfubolti Tengdar fréttir Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00 Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, er ekki alveg nógu ánægður með þau orð sem Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi aðspurður um gagnrýni KKÍ og Fimleikasambandsins er varðar fyrri úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Rétt ríflega 150 milljónum króna var útdeilt í síðustu viku en þar fékk KKÍ 18 milljónir króna sem er það mesta í sögu sambandsins. Aftur á móti vildi Hannes fá meira í ljósi þess að Handknattleikssambandið fékk tíu milljónum krónum meira með svipuð verkefni á árinu eins og fara með A-landslið á stórmót. Í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku sagðist Hannes vonast til að styrkur KKÍ úr Afrekssjóði myndi tvöfaldast við seinni úthlutun ársins í vor en þar verður 100 milljónum deilt niður á samböndin. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ sagði Hannes.Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, annar frá hægri, við úthlutun úr afrekssjóði.Vísir/VilhelmEkki alveg að átta mig á þessuSólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleiksambands Íslands, gekk mun lengra en Hannes og sagðist hreinlega fyllast vonleysi við að reyna að berjast fyrir sínu innan ÍSÍ. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins,“ sagði Sólveig við íþróttadeild 365. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, var spurður út í þessi viðbrögð KKÍ og FSÍ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann gefur lítið fyrir þau og finnst þau ekki til þess fallin að þessi sambönd fái meira við næstu úhlutun.„Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Hannes til viðtals og spurði Heimir Karlsson KKÍ-formanninn hvort hann túlkaði þetta eins og menn ættu bara að vera sáttir við sitt og halda sér saman. „Ég veit það ekki. Menn verða að túlka þetta eins og þeir vilja. Ég vil samt halda til haga að við vorum ekki að gagnrýna okkar úthlutun. Við fengum spurningu frá blaðamanni um okkar styrk og svöruðum henni. Við fengum næst mest allra og það mesta í sögu sambandsins og erum ánægð með það,“ sagði Hannes. „Við vorum spurð hvort við værum ánægði í ljósi þess sem önnur sambönd voru að fá og svo er ekki. Við gerðum ráð fyrir því að fá meira en allir formenn myndi segja að þeir vildu fá meira fyrir sitt afreksstarf.“ „Ég er ekki alveg að átta mig á þessu svari hjá honum [Lárusi]. Það verður hver og einn að túlka þetta fyrir sig en maður verður að passa hvað maður segir. Ég hefði kosið að hann hefði orðað þetta öðruvísi. Vði erum með öflugt fólk innan íþróttahreyfingarinnar og auðvitað hljótum við að mega tjá okkur. Sem formaður KKÍ myndi ég aldrei svara félagi í mínu sambandi svona,“ sagði Hannes S. Jónsson. Allt viðtalið við Hannes má heyra hér að neðan.
Aðrar íþróttir Körfubolti Tengdar fréttir Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00 Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00
Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15
Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13