Gráa svæðið Stjórnarmaðurinn skrifar 29. janúar 2017 11:00 Netflix birti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í síðustu viku. Mörg góð tíðindi var þar að finna; tekjur félagsins voru rétt tæpir 2,5 milljarðar Bandaríkjadala á fjórðungnum sem er yfir spám og þriðjungi meira en á sama tíma fyrir ári. Áskrifendum fjölgaði einnig meira en gert var ráð fyrir og eru nú um 75 milljónir þegar allt er talið. Netflix hefur því verið á mikilli siglingu í Kauphöllinni í New York og hækkaði um 9% strax í kjölfar birtingar árshlutauppgjörsins. Hins vegar er áhugavert að rýna eilítið meira í tölurnar. Unnendur Netflix (stjórnarmaðurinn þar á meðal) hafa tekið eftir því undanfarin misseri að eigin framleiðsla er farin að skipa æ stærri sess hjá Netflix á kostnað aðkeypts efnis frá kvikmyndaverum á borð við Warner, Fox eða Sony. Þetta hefur þau áhrif að inni á efnisveitunni er mun áhugaverðara efni en áður. Kostnaðurinn er líka eftir því, en áætlað er að félagið muni þurfa aukafjármögnun upp á um tvo milljarða á þessu ári til að standa undir efniskostnaði. Framleiðsla á eigin efni er ekki bara fokdýr, heldur hefur hún einnig slæm áhrif á greiðslustreymi þar sem jafnan þarf að greiða kostnað eins og hann fellur til, en ekki í jöfnum greiðslum meðan sýningar fara fram eins og gert er með aðkeypt efni. Þetta er hins vegar ekki auðsjáanlegt í birtum uppgjörum félagsins. Netflix hefur oft verið nefnt sem birtingarmynd hinnar nýju miðlunar á sjónvarpsefni, hefðbundið línulegt sjónvarpsefni sagt á útleið. Líklega er þó sannleikurinn einhvers staðar á gráa svæðinu. Þeir vinna sem ná að feta hinn gullna meðalveg. Staðreyndin er sú að hefðbundið afþreyingarfyrirtæki á borð við Sky í Bretlandi er með sexfalda EBIDTA Netflix (ríflega tvo milljarða punda) en þó með aðeins ögn hærri tekjur. Þrátt fyrir það er Netflix metið á 140x EBIDTA, en Sky einungis 9x. Netflix kann að vera framtíðin, en þeir eiga langt í land með að sýna álíka arðsemi til hluthafa sinna og hefðbundnu risarnir á markaðnum. Sennilega er nokkuð langt í land miðað við áform Netflix um efniskaup í náinni framtíð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Netflix Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Sjá meira
Netflix birti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í síðustu viku. Mörg góð tíðindi var þar að finna; tekjur félagsins voru rétt tæpir 2,5 milljarðar Bandaríkjadala á fjórðungnum sem er yfir spám og þriðjungi meira en á sama tíma fyrir ári. Áskrifendum fjölgaði einnig meira en gert var ráð fyrir og eru nú um 75 milljónir þegar allt er talið. Netflix hefur því verið á mikilli siglingu í Kauphöllinni í New York og hækkaði um 9% strax í kjölfar birtingar árshlutauppgjörsins. Hins vegar er áhugavert að rýna eilítið meira í tölurnar. Unnendur Netflix (stjórnarmaðurinn þar á meðal) hafa tekið eftir því undanfarin misseri að eigin framleiðsla er farin að skipa æ stærri sess hjá Netflix á kostnað aðkeypts efnis frá kvikmyndaverum á borð við Warner, Fox eða Sony. Þetta hefur þau áhrif að inni á efnisveitunni er mun áhugaverðara efni en áður. Kostnaðurinn er líka eftir því, en áætlað er að félagið muni þurfa aukafjármögnun upp á um tvo milljarða á þessu ári til að standa undir efniskostnaði. Framleiðsla á eigin efni er ekki bara fokdýr, heldur hefur hún einnig slæm áhrif á greiðslustreymi þar sem jafnan þarf að greiða kostnað eins og hann fellur til, en ekki í jöfnum greiðslum meðan sýningar fara fram eins og gert er með aðkeypt efni. Þetta er hins vegar ekki auðsjáanlegt í birtum uppgjörum félagsins. Netflix hefur oft verið nefnt sem birtingarmynd hinnar nýju miðlunar á sjónvarpsefni, hefðbundið línulegt sjónvarpsefni sagt á útleið. Líklega er þó sannleikurinn einhvers staðar á gráa svæðinu. Þeir vinna sem ná að feta hinn gullna meðalveg. Staðreyndin er sú að hefðbundið afþreyingarfyrirtæki á borð við Sky í Bretlandi er með sexfalda EBIDTA Netflix (ríflega tvo milljarða punda) en þó með aðeins ögn hærri tekjur. Þrátt fyrir það er Netflix metið á 140x EBIDTA, en Sky einungis 9x. Netflix kann að vera framtíðin, en þeir eiga langt í land með að sýna álíka arðsemi til hluthafa sinna og hefðbundnu risarnir á markaðnum. Sennilega er nokkuð langt í land miðað við áform Netflix um efniskaup í náinni framtíð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Netflix Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Sjá meira