Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir Mette Bock, menntamálaráðherra Dana, bækurnar. vísir/epa Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf Íslendinga til Dana sem Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn á þriðjudag. Gjöfin, sjö hundruð eintök af nýrri útgáfu Íslendingasagna, mun rata á dönsk bókasöfn. Fyrirtækin eru HB Grandi, Össur, Icelandair, Marel, Bláa lónið, Brim, Eimskip, Landsvirkjun, Kaupfélag Skagfirðinga, Mjólkursamsalan, Arion banki, Höldur og Pósturinn. Reiddu þau af hendi samtals um tuttugu milljónir til að hægt væri að prenta sérstaka útgáfu bókarinnar með þakkarávarpi til Dana. Útgefandinn, Jóhann Sigurðsson, segist hafa fengið hugmyndina skömmu eftir að þýðingin var kláruð. Fjöldi norrænna fræðimanna hafi unnið að þýðingunni en Íslendingasögurnar voru þýddar á dönsku, norsku og sænsku. Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, skrifaði formála í bókina. Vegna þessa, og vegna þess að Danir skiluðu íslenskum handritum á síðustu öld, fannst Jóhanni eins og Íslendingar stæðu í þakkarskuld við Dani.Jóhann Sigurðsson sést hér til hægri með íslenska útgáfu bókarinnar.vísir/stefán„Ég fór að kanna hvort máttarstólpar í íslensku þjóðfélagi væru sama sinnis. Þá kom í ljós að mönnum þótti þetta frábær hugmynd,“ segir Jóhann sem fékk nokkur fyrirtæki til að styrkja verkefnið. „Ég er mjög stoltur og ánægður með það að flestir forstjórar þessara fyrirtækja sáu sér fært að fara út og vera viðstaddir þennan viðburð,“ segir Jóhann. Forstjórar Landsvirkjunar, Icelandair, Eimskipa, Brims, Össurar, Póstsins, Bláa lónsins og Marel voru einnig viðstaddir veislu drottningarinnar. „Það þurfti að sérprenta bækurnar með sérstöku þakkarávarpi. Það mun birtast dönskum lesendum næstu áratugina því þetta verður grundvallarútgáfa. Þá munu þeir sjá að Íslendingar hugsa hlýlega til þeirra,“ segir Jóhann en í ávarpinu er tilurð gjafarinnar útskýrð. Þær tuttugu milljónir sem Jóhann safnaði fóru í prentunina, sendingu á dönsk bókasöfn, viðburðinn sjálfan og eftirfylgni. „Ég er alveg himinlifandi og sérstaklega þakklátur fyrirtækjunum fyrir að hafa gert þetta að veruleika og fyrir að hafa mætt fyrir hönd þjóðarinnar á þennan viðburð,“ segir Jóhann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf Íslendinga til Dana sem Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn á þriðjudag. Gjöfin, sjö hundruð eintök af nýrri útgáfu Íslendingasagna, mun rata á dönsk bókasöfn. Fyrirtækin eru HB Grandi, Össur, Icelandair, Marel, Bláa lónið, Brim, Eimskip, Landsvirkjun, Kaupfélag Skagfirðinga, Mjólkursamsalan, Arion banki, Höldur og Pósturinn. Reiddu þau af hendi samtals um tuttugu milljónir til að hægt væri að prenta sérstaka útgáfu bókarinnar með þakkarávarpi til Dana. Útgefandinn, Jóhann Sigurðsson, segist hafa fengið hugmyndina skömmu eftir að þýðingin var kláruð. Fjöldi norrænna fræðimanna hafi unnið að þýðingunni en Íslendingasögurnar voru þýddar á dönsku, norsku og sænsku. Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, skrifaði formála í bókina. Vegna þessa, og vegna þess að Danir skiluðu íslenskum handritum á síðustu öld, fannst Jóhanni eins og Íslendingar stæðu í þakkarskuld við Dani.Jóhann Sigurðsson sést hér til hægri með íslenska útgáfu bókarinnar.vísir/stefán„Ég fór að kanna hvort máttarstólpar í íslensku þjóðfélagi væru sama sinnis. Þá kom í ljós að mönnum þótti þetta frábær hugmynd,“ segir Jóhann sem fékk nokkur fyrirtæki til að styrkja verkefnið. „Ég er mjög stoltur og ánægður með það að flestir forstjórar þessara fyrirtækja sáu sér fært að fara út og vera viðstaddir þennan viðburð,“ segir Jóhann. Forstjórar Landsvirkjunar, Icelandair, Eimskipa, Brims, Össurar, Póstsins, Bláa lónsins og Marel voru einnig viðstaddir veislu drottningarinnar. „Það þurfti að sérprenta bækurnar með sérstöku þakkarávarpi. Það mun birtast dönskum lesendum næstu áratugina því þetta verður grundvallarútgáfa. Þá munu þeir sjá að Íslendingar hugsa hlýlega til þeirra,“ segir Jóhann en í ávarpinu er tilurð gjafarinnar útskýrð. Þær tuttugu milljónir sem Jóhann safnaði fóru í prentunina, sendingu á dönsk bókasöfn, viðburðinn sjálfan og eftirfylgni. „Ég er alveg himinlifandi og sérstaklega þakklátur fyrirtækjunum fyrir að hafa gert þetta að veruleika og fyrir að hafa mætt fyrir hönd þjóðarinnar á þennan viðburð,“ segir Jóhann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira