Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Ásgeir Erlendsson skrifar 24. janúar 2017 21:30 Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“ Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44