Orð og afleiðingar Stjórnarmaðurinn skrifar 23. janúar 2017 09:39 Stundum heyrist að stjórnmálamenn séu til óþurftar eða með öllu áhrifalausir. Stjórnarmaðurinn er því algerlega ósammála. Þannig er það væntanlega nokkurn veginn hafið yfir allan vafa að stjórnmálamenn geta leikið stóra rullu í flóknum úrlausnarefnum eins og t.d. umhverfismálum. Þeir geta komið löggjöf til leiðar sem verndar umhverfið, refsar þeim sem menga og hvetur fólk til að haga neyslu sinni á ábyrgan hátt. Kannski er það meira að segja stærsta viðfangsefni alþjóðastjórnmálanna eins og sakir standa? Stjórnmálamenn geta líka leikið aðalhlutverk á ögurstundu, eins og framganga Winston Churchill sýndi í seinna stríði, eða svo dæmi sé tekið úr nærumhverfinu og án þess að verið sé að leggja það að jöfnu, afskipti Sigmundar Davíðs eða Ólafs Ragnars að Icesave deilunni. Í báðum tilvikum er um að ræða mál þar sem stjórnmálamenn og ákvarðanir þeirra höfðu úrslitaáhrif á þróun mála. Afskipti stjórnmálamanna af öðrum sviðum mannlífsins geta verið umdeildari. Þannig má efast um hvort æskilegt sé að stjórnmálamenn reyni í stórum stíl að skapa atvinnu eða að beina athafnalífi samfélagsins í ákveðin farveg. Við Íslendingar þekkjum það á eigin skinni; hvort sem um er að ræða misgáfulegar virkjanaframkvæmdir eða kísilver. Megum við þá frekar þiggja sjálfsprottin störf í ferðamannaiðnaði? Orð stjórnmálamanna hafa líka áhrif. Þeir þurfa að stíga varlega til jarðar og varast stórkarlalegar yfirlýsingar. Við Íslendingar þekkjum það frá því árunum fyrir hrun hvernig yfirlýsingar stjórnmálamanna geta grafið undir tiltrú erlendra aðila á t.d. efnahagsmálum eða undirstöðum hagkerfisins. Orð þeirra hafa áhrif. Bretar finna þetta nú á eigin skinni, en forsætisráðherrann Theresa May hefur tjáð sig oft á tíðum óvarlega um útfærsluna á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Undanfarna daga hefur pundið fallið verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum og hefur nú ekki verið veikara í rúm þrjátíu ár. Hafa þar yfirlýsingar May haft mest áhrif, en nú er svo komið að pundið veikist áður en hún talar opinberlega. Svo hræddir eru markaðsaðilar um innihaldið. Stjórnmálamenn er ekki mikilvægari en aðrar stéttir, t.d. læknar eða kennarar. Þeir eru hins vegar ólíkir að því leyti að ekki dugar að dæma frammistöðu þeirra einungis af því sem þeir koma í verk. Stundum er þeirra besta framlag falið í þögninni eða aðgerðaleysinu. Vafalaust hugsa margir Theresu May þegjandi þörfina þessa dagana.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Stundum heyrist að stjórnmálamenn séu til óþurftar eða með öllu áhrifalausir. Stjórnarmaðurinn er því algerlega ósammála. Þannig er það væntanlega nokkurn veginn hafið yfir allan vafa að stjórnmálamenn geta leikið stóra rullu í flóknum úrlausnarefnum eins og t.d. umhverfismálum. Þeir geta komið löggjöf til leiðar sem verndar umhverfið, refsar þeim sem menga og hvetur fólk til að haga neyslu sinni á ábyrgan hátt. Kannski er það meira að segja stærsta viðfangsefni alþjóðastjórnmálanna eins og sakir standa? Stjórnmálamenn geta líka leikið aðalhlutverk á ögurstundu, eins og framganga Winston Churchill sýndi í seinna stríði, eða svo dæmi sé tekið úr nærumhverfinu og án þess að verið sé að leggja það að jöfnu, afskipti Sigmundar Davíðs eða Ólafs Ragnars að Icesave deilunni. Í báðum tilvikum er um að ræða mál þar sem stjórnmálamenn og ákvarðanir þeirra höfðu úrslitaáhrif á þróun mála. Afskipti stjórnmálamanna af öðrum sviðum mannlífsins geta verið umdeildari. Þannig má efast um hvort æskilegt sé að stjórnmálamenn reyni í stórum stíl að skapa atvinnu eða að beina athafnalífi samfélagsins í ákveðin farveg. Við Íslendingar þekkjum það á eigin skinni; hvort sem um er að ræða misgáfulegar virkjanaframkvæmdir eða kísilver. Megum við þá frekar þiggja sjálfsprottin störf í ferðamannaiðnaði? Orð stjórnmálamanna hafa líka áhrif. Þeir þurfa að stíga varlega til jarðar og varast stórkarlalegar yfirlýsingar. Við Íslendingar þekkjum það frá því árunum fyrir hrun hvernig yfirlýsingar stjórnmálamanna geta grafið undir tiltrú erlendra aðila á t.d. efnahagsmálum eða undirstöðum hagkerfisins. Orð þeirra hafa áhrif. Bretar finna þetta nú á eigin skinni, en forsætisráðherrann Theresa May hefur tjáð sig oft á tíðum óvarlega um útfærsluna á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Undanfarna daga hefur pundið fallið verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum og hefur nú ekki verið veikara í rúm þrjátíu ár. Hafa þar yfirlýsingar May haft mest áhrif, en nú er svo komið að pundið veikist áður en hún talar opinberlega. Svo hræddir eru markaðsaðilar um innihaldið. Stjórnmálamenn er ekki mikilvægari en aðrar stéttir, t.d. læknar eða kennarar. Þeir eru hins vegar ólíkir að því leyti að ekki dugar að dæma frammistöðu þeirra einungis af því sem þeir koma í verk. Stundum er þeirra besta framlag falið í þögninni eða aðgerðaleysinu. Vafalaust hugsa margir Theresu May þegjandi þörfina þessa dagana.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira