Hver er tilgangur fæðingarorlofs? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 8. febrúar 2017 07:00 „Ég er ekkert viss um að það sé betra að lengja fjarvistina frá vinnumarkaði, út frá starfsþróun og starfsframa. Það gæti jafnvel aukið enn frekar á kynbundna mismunun í starfsþróun.“ Viðhorf félagsmálaráðherra til lengingar fæðingarorlofs í Stundinni varpa skýru ljósi á vanda barna: Mikilvægar ákvarðanir sem varða heill barna eru teknar á forsendum annarra. Í þessu tilviki er eins og tilgangur fæðingarorlofs hafi gleymst. Málið er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og þörf barna fyrir foreldra sína verður nánast eins og aukaatriði. Orð ráðherra bera vitni um afstöðu til barna sem illu heilli er talin góð og gild í samfélaginu. Því lengur sem ég vinn með ungbörn og foreldra þeirra því skýrara sé ég hversu lítið þol samfélagið hefur fyrir því að börn séu lítil, háð, þurfandi og truflandi. Nokkurra mánaða gömul eiga þau að sofa eins og fullorðið fólk, níu mánaða eiga börn að sætta sig möglunarlaust við að ókunnugt fólk annist þau og árs gömul viljum við gera þau að nemendum í skóla. Ekkert af þessu er út frá forsendum barna eða með hliðsjón af þörf þeirra fyrir tengsl. Sýni börn heilbrigð viðbrögð við þvinguðum aðskilnaði frá foreldrum sínum eða öðrum kvíðavekjandi aðstæðum köllum við þau erfið og skellum jafnvel á þau sjúkdómsgreiningu. Komin með greiningu er fátt um úrræði annað en biðlistar eftir þjónustu eða lyf af ýmsu tagi en íslensk börn slá ekki aðeins met í neyslu geðlyfja heldur herma nýlegar fréttir að sprenging hafi átt sér stað í ávísun svefnlyfja á börn.Virðingarleysi gagnvart þörfum barna Virðingarleysið gagnvart þörfum ungra barna endurspeglar að mínu mati ótta okkar við að vera háð öðrum. Persónulega hafa margir erfiða reynslu af því að hafa þurft að reiða sig á aðra og urðu því sjálfstæðir löngu áður en þeir höfðu þroska eða getu til. Sameiginlega eigum við sögu um kúgun erlends yfirvalds auk sambýlis við ófyrirsjáanlega náttúru sem verður fyrirvaralaust hamslaus og eyðileggjandi í stjórnlausum yfirgangi sínum. Ómeðvitaður vanmáttur frammi fyrir ofurefli á efalítið þátt í sjálfstæðisþörf Íslendinga sem þjóðar en líka sem einstaklinga. Við getum ekki beðið eftir að börnin okkar verði sjálfstæð og fullorðin. Hvað eftir annað rek ég mig á að fólk stendur í þeirri trú að lítil börn sem eru hugguð „of oft“ verði annaðhvort liðleskjur eða frekjuhundar. Óttinn við að þolinmóð umhyggja skemmi börn er svo útbreiddur að hann telst eðlilegur. Sjálfstæði sem stendur undir nafni næst ekki með því að henda börnum sem fyrst út í djúpu laugina. Þvert á móti er raunverulegt sjálfstæði afsprengi þess að hafa fengið að vera háður öðrum eins lengi og maður þarf. Ófullnægðar þarfir fyrir nánd í bernsku leiða til óseðjandi hungurs á fullorðinsaldri, til dæmis í mat, kynlíf eða áfengi. ACE-rannsóknin sýnir svart á hvítu að beint orsakasamhengi er á milli óhóflegrar streitu í uppvextinum og sjúkdóma á fullorðinsaldri, líkamlegra ekki síður en andlegra. Þess vegna verðum við að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
„Ég er ekkert viss um að það sé betra að lengja fjarvistina frá vinnumarkaði, út frá starfsþróun og starfsframa. Það gæti jafnvel aukið enn frekar á kynbundna mismunun í starfsþróun.“ Viðhorf félagsmálaráðherra til lengingar fæðingarorlofs í Stundinni varpa skýru ljósi á vanda barna: Mikilvægar ákvarðanir sem varða heill barna eru teknar á forsendum annarra. Í þessu tilviki er eins og tilgangur fæðingarorlofs hafi gleymst. Málið er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og þörf barna fyrir foreldra sína verður nánast eins og aukaatriði. Orð ráðherra bera vitni um afstöðu til barna sem illu heilli er talin góð og gild í samfélaginu. Því lengur sem ég vinn með ungbörn og foreldra þeirra því skýrara sé ég hversu lítið þol samfélagið hefur fyrir því að börn séu lítil, háð, þurfandi og truflandi. Nokkurra mánaða gömul eiga þau að sofa eins og fullorðið fólk, níu mánaða eiga börn að sætta sig möglunarlaust við að ókunnugt fólk annist þau og árs gömul viljum við gera þau að nemendum í skóla. Ekkert af þessu er út frá forsendum barna eða með hliðsjón af þörf þeirra fyrir tengsl. Sýni börn heilbrigð viðbrögð við þvinguðum aðskilnaði frá foreldrum sínum eða öðrum kvíðavekjandi aðstæðum köllum við þau erfið og skellum jafnvel á þau sjúkdómsgreiningu. Komin með greiningu er fátt um úrræði annað en biðlistar eftir þjónustu eða lyf af ýmsu tagi en íslensk börn slá ekki aðeins met í neyslu geðlyfja heldur herma nýlegar fréttir að sprenging hafi átt sér stað í ávísun svefnlyfja á börn.Virðingarleysi gagnvart þörfum barna Virðingarleysið gagnvart þörfum ungra barna endurspeglar að mínu mati ótta okkar við að vera háð öðrum. Persónulega hafa margir erfiða reynslu af því að hafa þurft að reiða sig á aðra og urðu því sjálfstæðir löngu áður en þeir höfðu þroska eða getu til. Sameiginlega eigum við sögu um kúgun erlends yfirvalds auk sambýlis við ófyrirsjáanlega náttúru sem verður fyrirvaralaust hamslaus og eyðileggjandi í stjórnlausum yfirgangi sínum. Ómeðvitaður vanmáttur frammi fyrir ofurefli á efalítið þátt í sjálfstæðisþörf Íslendinga sem þjóðar en líka sem einstaklinga. Við getum ekki beðið eftir að börnin okkar verði sjálfstæð og fullorðin. Hvað eftir annað rek ég mig á að fólk stendur í þeirri trú að lítil börn sem eru hugguð „of oft“ verði annaðhvort liðleskjur eða frekjuhundar. Óttinn við að þolinmóð umhyggja skemmi börn er svo útbreiddur að hann telst eðlilegur. Sjálfstæði sem stendur undir nafni næst ekki með því að henda börnum sem fyrst út í djúpu laugina. Þvert á móti er raunverulegt sjálfstæði afsprengi þess að hafa fengið að vera háður öðrum eins lengi og maður þarf. Ófullnægðar þarfir fyrir nánd í bernsku leiða til óseðjandi hungurs á fullorðinsaldri, til dæmis í mat, kynlíf eða áfengi. ACE-rannsóknin sýnir svart á hvítu að beint orsakasamhengi er á milli óhóflegrar streitu í uppvextinum og sjúkdóma á fullorðinsaldri, líkamlegra ekki síður en andlegra. Þess vegna verðum við að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar