Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar 1. desember 2025 13:33 Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025. Þetta eru reglur sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun um jólagjöfina er tekin, sérstaklega þar sem breytingar síðustu ára hafa haft áhrif á hvað telst skattfrjálst og hvað ekki. Peningagjafir Það fyrsta sem vert er að hafa í huga er að peningagjafir teljast alltaf til skattskyldra tekna hjá starfsfólki, óháð fjárhæð. Þetta á við um reiðufé, innborganir inn á bankareikninga og afhendingu á bankakortum eða fyrirframgreiddum kortum sem virka eins og debetkort. Slíkar gjafir eru skattlagðar eins og laun og teljast ekki til tækifærisgjafa. Þetta hefur breytt þeirri framkvæmd sem áður tíðkaðist víða, þegar bankakort voru vinsæl jólagjöf til starfsfólks. Efnislegar gjafir Gjafir sem eru ekki í formi peninga geta hins vegar verið bæði skattfrjálsar hjá starfsfólki og frádráttarbærar hjá fyrirtækinu. Hér er um að ræða efnislegar gjafir, eins og gjafabréf í verslun, matarkörfur, gjafakassa og aðrar vörur eða þjónustu. Slíkar gjafir teljast tækifærisgjafir svo lengi sem þær eru hóflegar og tengjast skýru tilefni eins og jólunum. Þetta er sú leið sem flest fyrirtæki kjósa þegar markmiðið er að gleðja starfsfólk án þess að skapa óhagstæðar skattalegar afleiðingar. Að sama skapi er rétt að minna á regluna um frádrátt. Fyrirtæki má draga frá kostnað vegna tækifærisgjafa ef þær eru í formi vöru eða þjónustu og innan eðlilegra marka. Peningagjafir eru hins vegar ekki frádráttarbærar, enda teljast þær til launa. Ekki er heldur heimilt að draga frá kostnað vegna óhóflegra eða mjög verðmætra gjafa sem fara langt út fyrir það sem telst venjubundið á slíkum tímamótum. Hvenær verður gjöf að tekjum? Sú regla sem skiptir hvað mestu máli við skipulagningu jólagjafa árið 2025 er þó árlega 185.000 kr. hámarkið. Þar eru allar upplyftingar og viðburðir ársins teknir saman: árshátíð, starfsmannaferðir, jólahlaðborð, jólagleði og gjafir. Þessi kostnaður er skattfrjáls svo lengi sem heildarfjárhæðin á hvern starfsmann fer ekki yfir 185.000 kr. á árinu og viðburðir standa öllu starfsfólki til boða. Ef samanlagður kostnaður ársins fer yfir þessi mörk telst umframhlutinn til tekna hjá starfsmanninum. Þetta þýðir í reynd að vegleg árshátíð eða starfsmannaferð fyrr á árinu getur minnkað það svigrúm sem fyrirtækið hefur fyrir jólagjöf án þess að sú gjöf verði skattskyld. Gott er því að hafa yfirsýn yfir allan glaðning ársins áður en jólagjöfin er ákveðin. Ef ætlunin er að halda sig innan skattfrjálsra marka þarf að gæta þess að heildarkostnaður á mann fari ekki yfir árlega hámarkið. Ef fyrirtækið kýs að veita starfsfólki verðmætari gjöf eða bjóða upp á viðburði sem fara yfir mörkin, er ekkert því til fyrirstöðu svo lengi sem gert er ráð fyrir að hluti upphæðarinnar verði skattskyldur hjá starfsfólki. Höfundur er sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólagjafir fyrirtækja Jól Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025. Þetta eru reglur sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun um jólagjöfina er tekin, sérstaklega þar sem breytingar síðustu ára hafa haft áhrif á hvað telst skattfrjálst og hvað ekki. Peningagjafir Það fyrsta sem vert er að hafa í huga er að peningagjafir teljast alltaf til skattskyldra tekna hjá starfsfólki, óháð fjárhæð. Þetta á við um reiðufé, innborganir inn á bankareikninga og afhendingu á bankakortum eða fyrirframgreiddum kortum sem virka eins og debetkort. Slíkar gjafir eru skattlagðar eins og laun og teljast ekki til tækifærisgjafa. Þetta hefur breytt þeirri framkvæmd sem áður tíðkaðist víða, þegar bankakort voru vinsæl jólagjöf til starfsfólks. Efnislegar gjafir Gjafir sem eru ekki í formi peninga geta hins vegar verið bæði skattfrjálsar hjá starfsfólki og frádráttarbærar hjá fyrirtækinu. Hér er um að ræða efnislegar gjafir, eins og gjafabréf í verslun, matarkörfur, gjafakassa og aðrar vörur eða þjónustu. Slíkar gjafir teljast tækifærisgjafir svo lengi sem þær eru hóflegar og tengjast skýru tilefni eins og jólunum. Þetta er sú leið sem flest fyrirtæki kjósa þegar markmiðið er að gleðja starfsfólk án þess að skapa óhagstæðar skattalegar afleiðingar. Að sama skapi er rétt að minna á regluna um frádrátt. Fyrirtæki má draga frá kostnað vegna tækifærisgjafa ef þær eru í formi vöru eða þjónustu og innan eðlilegra marka. Peningagjafir eru hins vegar ekki frádráttarbærar, enda teljast þær til launa. Ekki er heldur heimilt að draga frá kostnað vegna óhóflegra eða mjög verðmætra gjafa sem fara langt út fyrir það sem telst venjubundið á slíkum tímamótum. Hvenær verður gjöf að tekjum? Sú regla sem skiptir hvað mestu máli við skipulagningu jólagjafa árið 2025 er þó árlega 185.000 kr. hámarkið. Þar eru allar upplyftingar og viðburðir ársins teknir saman: árshátíð, starfsmannaferðir, jólahlaðborð, jólagleði og gjafir. Þessi kostnaður er skattfrjáls svo lengi sem heildarfjárhæðin á hvern starfsmann fer ekki yfir 185.000 kr. á árinu og viðburðir standa öllu starfsfólki til boða. Ef samanlagður kostnaður ársins fer yfir þessi mörk telst umframhlutinn til tekna hjá starfsmanninum. Þetta þýðir í reynd að vegleg árshátíð eða starfsmannaferð fyrr á árinu getur minnkað það svigrúm sem fyrirtækið hefur fyrir jólagjöf án þess að sú gjöf verði skattskyld. Gott er því að hafa yfirsýn yfir allan glaðning ársins áður en jólagjöfin er ákveðin. Ef ætlunin er að halda sig innan skattfrjálsra marka þarf að gæta þess að heildarkostnaður á mann fari ekki yfir árlega hámarkið. Ef fyrirtækið kýs að veita starfsfólki verðmætari gjöf eða bjóða upp á viðburði sem fara yfir mörkin, er ekkert því til fyrirstöðu svo lengi sem gert er ráð fyrir að hluti upphæðarinnar verði skattskyldur hjá starfsfólki. Höfundur er sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG Law.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun