Sjálfskaparvíti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:30 Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun