Vil fá ákveðin svör á Algarve Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2017 06:00 Freyr á blaðamannafundinum í gær. vísir/sigurjón Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi 23 leikmenn í ferðina til Algarve. Andstæðingar íslenska liðsins þar eru mjög sterkir en stelpurnar munu mæta Noregi, Japan og Spáni. Meiðsli hafa verið að herja á kvennalandsliðið. Hólmfríður Magnúsdóttir verður lengi frá, Margrét Lára Viðarsdóttir er nýfarin af stað eftir aðgerð og svo meiddist Dagný Brynjarsdóttir í baki. Margrét Lára og Dagný komast með út. Þetta er í fjórða sinn sem Freyr fer með liðið á þetta mót. Í tvígang hefur liðið náð þriðja sæti og einu sinni varð liðið í áttunda sæti. Hann fór fram á að liðið myndi vinna mótið í fyrra en segir að úrslitin skipti ekki öllu máli núna. „Ég er alltaf að prófa hópinn og hafði aldrei nálgast það áður með liðinu að ætla að vinna mót. Ég vildi sjá hvernig stelpurnar myndu bregðast við því,“ segir Freyr sem ætlar að nýta mótið núna til þess að undirbúa liðið sem best fyrir stóra mótið í sumar. „Ég mun aðeins fikta með taktík núna þannig að eftir mótið séum við ekki með neinar spurningar. Heldur að við getum keyrt beint áfram til að vera 100 prósent klár með liðið í sumar.“ Freyr prófaði að láta liðið spila 3-5-2 í Kína á dögunum og mun halda því áfram á Algarve. „Ég vil að við náum aðeins betri tökum á 3-5-2. Við verðum að eiga það uppi í erminni. Við gætum nefnilega þurft að nota það á móti bæði Frökkum og Sviss á EM. Við verðum að klára það núna því ég get ekki gert það í leikjunum í apríl og júní. Ég mun láta liðið spila 3-5-2 í tveimur leikjum að minnsta kosti og kannski í þremur.“ Sóknarleikurinn er ákveðinn hausverkur án Hörpu Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur. Harpa skoraði tíu mörk í sex leikjum í undankeppni EM og var markahæst í undankeppninni. „Þarna eru tveir lykilmenn í sóknarleiknum. Við þurfum að sjá hvort við getum leyst þetta í okkar kerfi innan frá eða hvort við þurfum hreinlega að breyta leikfræðinni aðeins. Ég vil fá þau svör núna en ekki síðar.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi 23 leikmenn í ferðina til Algarve. Andstæðingar íslenska liðsins þar eru mjög sterkir en stelpurnar munu mæta Noregi, Japan og Spáni. Meiðsli hafa verið að herja á kvennalandsliðið. Hólmfríður Magnúsdóttir verður lengi frá, Margrét Lára Viðarsdóttir er nýfarin af stað eftir aðgerð og svo meiddist Dagný Brynjarsdóttir í baki. Margrét Lára og Dagný komast með út. Þetta er í fjórða sinn sem Freyr fer með liðið á þetta mót. Í tvígang hefur liðið náð þriðja sæti og einu sinni varð liðið í áttunda sæti. Hann fór fram á að liðið myndi vinna mótið í fyrra en segir að úrslitin skipti ekki öllu máli núna. „Ég er alltaf að prófa hópinn og hafði aldrei nálgast það áður með liðinu að ætla að vinna mót. Ég vildi sjá hvernig stelpurnar myndu bregðast við því,“ segir Freyr sem ætlar að nýta mótið núna til þess að undirbúa liðið sem best fyrir stóra mótið í sumar. „Ég mun aðeins fikta með taktík núna þannig að eftir mótið séum við ekki með neinar spurningar. Heldur að við getum keyrt beint áfram til að vera 100 prósent klár með liðið í sumar.“ Freyr prófaði að láta liðið spila 3-5-2 í Kína á dögunum og mun halda því áfram á Algarve. „Ég vil að við náum aðeins betri tökum á 3-5-2. Við verðum að eiga það uppi í erminni. Við gætum nefnilega þurft að nota það á móti bæði Frökkum og Sviss á EM. Við verðum að klára það núna því ég get ekki gert það í leikjunum í apríl og júní. Ég mun láta liðið spila 3-5-2 í tveimur leikjum að minnsta kosti og kannski í þremur.“ Sóknarleikurinn er ákveðinn hausverkur án Hörpu Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur. Harpa skoraði tíu mörk í sex leikjum í undankeppni EM og var markahæst í undankeppninni. „Þarna eru tveir lykilmenn í sóknarleiknum. Við þurfum að sjá hvort við getum leyst þetta í okkar kerfi innan frá eða hvort við þurfum hreinlega að breyta leikfræðinni aðeins. Ég vil fá þau svör núna en ekki síðar.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira