Dagný og Margrét Lára báðar með á Algarve | 23 manna hópur klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 13:45 Íslenski hópurinn kynntur á blaðamannfundi í dag. Vísir/Henry Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag þá 23 leikmenn sem munu taka þátt í Algarve-bikarnum í næsta mánuði. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er í hópnum að þessu sinni en hún á aðeins einn landsleik að baki. Valskonan Thelma Björk Einarsdóttir kemur líka inn í hópinn en hún hefur verið lítið með síðustu ár. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem hafa verið að glíma við meiðsli, eru báðar í hópnum. Margrét Lára er kominn til baka eftir aðgerð en Dagný hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hólmfríður Magnúsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla ekki frekar en Ásgerður St. Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar. Svava Rós Guðmundsdóttir, Berglind Hrund Jónasdóttir og Katrín Ómarsdóttir sem fóru allar með í Kínaferðina í október eru ekki með í hópnum að þessu sinni. Elín Metta Jensen, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir fóru ekki með til Kína en eru afur á móti í hópnum fyrir Algarve-bikarinn. Þetta er ellefta árið í röð og þrettánda árið alls sem íslensku stelpurnar eru með í Algarve-bikarnum en þær náðu þriðja sætinu á mótinu í fyrra sem er næstbesti árangur liðsins frá upphafi. Ísland er að þessu sinni í riðli með Noregi, Japan og Spáni í Algarve-bikarnum og er fyrsti leikurinn á móti Norðmönnum 1. mars næstkomandi. Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Hollandi næsta sumar og eru þetta fyrstu leikir liðsins á árinu 2017.Landsliðshópur Íslands á Algarve-bikarnum 2017: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 (27 landsleikir) Arna Sif Asgrimsdottir, Val (10 landsleikir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (19 landsleikir) Dagný Brynjarsdóttir, Portland (69 landsleikir) Dóra María Lárusdóttir, Val (113 landsleikir) Elín Metta Jensen, Val (21 landsleikur) Elísa Viðarsdóttir, Val (31 landsleikur) Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki (76 landsleikir) Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Utd (46 landsleikir) Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden (45 landsleikir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga (34 landsleikir) Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden (76 landsleikir) Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni (5 landsleikir) Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (112 landsleikir) Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val (28 landsleikir) Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki (75 landsleikir) Sandra María Jessen, Þór/KA (16 landsleikir) Sandra Sigurðardóttir, Val (14 landsleikir) Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg (98 landsleikir) Sif Atladóttir, Kristianstad (56 landsleikir) Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (1 landsleikur) Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (2 landsleikir) Thelma Björk Einarsdóttir, Val (10 landsleikir) EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag þá 23 leikmenn sem munu taka þátt í Algarve-bikarnum í næsta mánuði. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er í hópnum að þessu sinni en hún á aðeins einn landsleik að baki. Valskonan Thelma Björk Einarsdóttir kemur líka inn í hópinn en hún hefur verið lítið með síðustu ár. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem hafa verið að glíma við meiðsli, eru báðar í hópnum. Margrét Lára er kominn til baka eftir aðgerð en Dagný hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hólmfríður Magnúsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla ekki frekar en Ásgerður St. Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar. Svava Rós Guðmundsdóttir, Berglind Hrund Jónasdóttir og Katrín Ómarsdóttir sem fóru allar með í Kínaferðina í október eru ekki með í hópnum að þessu sinni. Elín Metta Jensen, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir fóru ekki með til Kína en eru afur á móti í hópnum fyrir Algarve-bikarinn. Þetta er ellefta árið í röð og þrettánda árið alls sem íslensku stelpurnar eru með í Algarve-bikarnum en þær náðu þriðja sætinu á mótinu í fyrra sem er næstbesti árangur liðsins frá upphafi. Ísland er að þessu sinni í riðli með Noregi, Japan og Spáni í Algarve-bikarnum og er fyrsti leikurinn á móti Norðmönnum 1. mars næstkomandi. Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Hollandi næsta sumar og eru þetta fyrstu leikir liðsins á árinu 2017.Landsliðshópur Íslands á Algarve-bikarnum 2017: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 (27 landsleikir) Arna Sif Asgrimsdottir, Val (10 landsleikir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (19 landsleikir) Dagný Brynjarsdóttir, Portland (69 landsleikir) Dóra María Lárusdóttir, Val (113 landsleikir) Elín Metta Jensen, Val (21 landsleikur) Elísa Viðarsdóttir, Val (31 landsleikur) Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki (76 landsleikir) Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Utd (46 landsleikir) Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden (45 landsleikir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga (34 landsleikir) Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden (76 landsleikir) Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni (5 landsleikir) Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (112 landsleikir) Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val (28 landsleikir) Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki (75 landsleikir) Sandra María Jessen, Þór/KA (16 landsleikir) Sandra Sigurðardóttir, Val (14 landsleikir) Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg (98 landsleikir) Sif Atladóttir, Kristianstad (56 landsleikir) Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (1 landsleikur) Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (2 landsleikir) Thelma Björk Einarsdóttir, Val (10 landsleikir)
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira