Það er alltaf eigandi Ögmundur Jónasson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Íslendingar hafa gengið í gegnum ýmsar breytingar í húsnæðismálum. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hér á landi hærra en víðast hvar. Lengi vel átti þetta við um alla tekjuhópa þökk sé verkamannabústaðakerfinu, sem tryggði lágtekjufólki lánsfjármagn á viðráðanlegum kjörum til húsnæðiskaupa.Agnúast út í félagslegar lausnirSíðan kom kaupleigukerfið og um tíma var föndrað við að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs fyrir kaupendur að fyrstu íbúð, aðgerð sem hefur verið svert og snúið út úr allt fram á þennan dag. Allt voru þetta aðferðir til að auðvelda tekjulitlu fólki og meðaltekjuhópum að komast yfir húsnæði, en allar aðferðirnar eiga það sammerkt að þær sættu harðvítugum andróðri af hálfu þeirra sem ekki máttu heyra minnst á mismunun á markaði og fundu öllum tilraunum til að draga úr harðýðgi hans allt til foráttu.Skilningsleysi bæjarstjórans?Nú er markaðurinn aftur orðinn mál málanna. Bæjarstjórinn í Kópavogi beinir spurningum til lífeyrissjóða um hvort það sé rétt og yfirleitt réttlætanleg leið fyrir þá til að ávaxta pund félaga lífeyrissjóðanna að græða á sömu lífeyrisþegum í formi leigutekna. Þessi athugasemd bæjarstjórans er fullkomlega réttmæt. Viðbrögðin hafa hins vegar verið í gamalkunnum tóni. Skilur bæjarstjórinn ekki eðli markaðarins, er spurt með þjósti, veit hann ekki að allt leitar í jafnvægi ef tekst að tryggja nægilegt framboð á leiguhúsnæði? Hefur maðurinn aldrei heyrt um lögmál framboðs og eftirspurnar? Auðvitað er lykilatriði að húsnæði sé yfirleitt fyrir hendi, en það er ekki sama hver sér fyrir framboðinu á þessu húsnæði og á hvaða forsendum það er gert. Lífeyrissjóðir fjárfesta til að hafa arð af fjárfestingu sinni. Það segja þeir sjálfir að sé ófrávíkjanleg regla, annað sé einfaldlega brot á réttindum sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna. Þetta höfum við heyrt oft – alltof oft – sem réttlætingu fyrir hávaxtastefnu, að ógleymdri óbilgirninni í kjölfar hrunsins.Hverjir reyna að græða?En reyna ekki allir að græða á fjárfestingum sínum? Flestir, en ekki allir. Leigufélögin sem nú ryðja sér til rúms ætla að græða á leiguhúsnæði. Það er hins vegar ekki markmiðið með rekstri Félagsíbúða í Reykjavík. Og það hefur ekki verið markmið annarra félagslegra íbúðakerfa á vegum sveitarfélaganna. Sama á við um íbúðir á vegum Öryrkjabandalagsins, samtaka námsmanna og félagslega þenkjandi samtaka. Þessi rekstur er að eðli til frábrugðinn því að bjóða fram leiguhúsnæði í ábataskyni. Nú eru gróðaöflin eina ferðina enn að búa í haginn til þess að hagnast á þeim frumþörfum sem við öll höfum, það er að leita lækningar við kvillum og sjúkdómum sem hrjá okkur og síðan að komast í öruggt húsaskjól. Að mínu mati á hvorugt þessa að verða nokkrum aðila gróðalind – ekki heldur lífeyrissjóðum. Hvort tveggja á að vera félagslegt úrlausnarefni.Segja eitt en gera annaðVonandi er óþarfi að taka fram að hér er verið að tala um hið almenna fyrirkomulag og þá hvernig opinberir aðilar og hálfopinberir, eins og lífeyrissjóðir sem byggja tilveru sína á lögþvingun, eigi að koma að þessum málum. Við vissar aðstæður í lífinu getur verið ákjósanlegt og eftirsóknarvert að leigja, á meðan fólk er í námi, er í hreyfanlegri vinnu og svo framvegis. Síðan eru þau vissulega til, sem líður betur í leiguhúsnæði, þá á það að geta verið þeirra val. En það eru öll hin sem hafa ekkert val, sem forræðishyggjan vill beina í leiguhúsnæði. Fæstir sem vísa veginn búa sjálfir í leiguhúsnæði vel að merkja, heldur hafa fest kaup á eigin íbúð eða húsi.Félagslegt húsnæði eða eigið?Það segir sig sjálft að ef ekki er um að ræða félagslegt leiguhúsnæði sem stendur utan gróðamarkaðar, nokkuð sem ég er eindregið fylgjandi og lít engan veginn á sem neyðarbrauð heldur fýsilegan valkost, þá er það nú svo að eiginhúsnæði er að jafnaði ódýrasti kosturinn. Einfaldlega vegna þess að þá lenda þeir fjármunir sem ella hefðu orðið að hagnaði leigufyrirtækisins, hjá þeim sem býr í húsnæðinu og hefur eignarhaldið á sinni hendi. Sú staðreynd sem alltof oft virðist gleymast í þessari umræðu er að húsnæði er alltaf í eigu einhvers, bæjarfélags, félagslegs leigusala, leigusala sem tekur sér arð og stundar útleigu húsnæðis til ábatasköpunar eða þá íbúans sjálfs. Formin eru mismunandi, en það er alltaf eigandi. Gleymum því ekki!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa gengið í gegnum ýmsar breytingar í húsnæðismálum. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hér á landi hærra en víðast hvar. Lengi vel átti þetta við um alla tekjuhópa þökk sé verkamannabústaðakerfinu, sem tryggði lágtekjufólki lánsfjármagn á viðráðanlegum kjörum til húsnæðiskaupa.Agnúast út í félagslegar lausnirSíðan kom kaupleigukerfið og um tíma var föndrað við að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs fyrir kaupendur að fyrstu íbúð, aðgerð sem hefur verið svert og snúið út úr allt fram á þennan dag. Allt voru þetta aðferðir til að auðvelda tekjulitlu fólki og meðaltekjuhópum að komast yfir húsnæði, en allar aðferðirnar eiga það sammerkt að þær sættu harðvítugum andróðri af hálfu þeirra sem ekki máttu heyra minnst á mismunun á markaði og fundu öllum tilraunum til að draga úr harðýðgi hans allt til foráttu.Skilningsleysi bæjarstjórans?Nú er markaðurinn aftur orðinn mál málanna. Bæjarstjórinn í Kópavogi beinir spurningum til lífeyrissjóða um hvort það sé rétt og yfirleitt réttlætanleg leið fyrir þá til að ávaxta pund félaga lífeyrissjóðanna að græða á sömu lífeyrisþegum í formi leigutekna. Þessi athugasemd bæjarstjórans er fullkomlega réttmæt. Viðbrögðin hafa hins vegar verið í gamalkunnum tóni. Skilur bæjarstjórinn ekki eðli markaðarins, er spurt með þjósti, veit hann ekki að allt leitar í jafnvægi ef tekst að tryggja nægilegt framboð á leiguhúsnæði? Hefur maðurinn aldrei heyrt um lögmál framboðs og eftirspurnar? Auðvitað er lykilatriði að húsnæði sé yfirleitt fyrir hendi, en það er ekki sama hver sér fyrir framboðinu á þessu húsnæði og á hvaða forsendum það er gert. Lífeyrissjóðir fjárfesta til að hafa arð af fjárfestingu sinni. Það segja þeir sjálfir að sé ófrávíkjanleg regla, annað sé einfaldlega brot á réttindum sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna. Þetta höfum við heyrt oft – alltof oft – sem réttlætingu fyrir hávaxtastefnu, að ógleymdri óbilgirninni í kjölfar hrunsins.Hverjir reyna að græða?En reyna ekki allir að græða á fjárfestingum sínum? Flestir, en ekki allir. Leigufélögin sem nú ryðja sér til rúms ætla að græða á leiguhúsnæði. Það er hins vegar ekki markmiðið með rekstri Félagsíbúða í Reykjavík. Og það hefur ekki verið markmið annarra félagslegra íbúðakerfa á vegum sveitarfélaganna. Sama á við um íbúðir á vegum Öryrkjabandalagsins, samtaka námsmanna og félagslega þenkjandi samtaka. Þessi rekstur er að eðli til frábrugðinn því að bjóða fram leiguhúsnæði í ábataskyni. Nú eru gróðaöflin eina ferðina enn að búa í haginn til þess að hagnast á þeim frumþörfum sem við öll höfum, það er að leita lækningar við kvillum og sjúkdómum sem hrjá okkur og síðan að komast í öruggt húsaskjól. Að mínu mati á hvorugt þessa að verða nokkrum aðila gróðalind – ekki heldur lífeyrissjóðum. Hvort tveggja á að vera félagslegt úrlausnarefni.Segja eitt en gera annaðVonandi er óþarfi að taka fram að hér er verið að tala um hið almenna fyrirkomulag og þá hvernig opinberir aðilar og hálfopinberir, eins og lífeyrissjóðir sem byggja tilveru sína á lögþvingun, eigi að koma að þessum málum. Við vissar aðstæður í lífinu getur verið ákjósanlegt og eftirsóknarvert að leigja, á meðan fólk er í námi, er í hreyfanlegri vinnu og svo framvegis. Síðan eru þau vissulega til, sem líður betur í leiguhúsnæði, þá á það að geta verið þeirra val. En það eru öll hin sem hafa ekkert val, sem forræðishyggjan vill beina í leiguhúsnæði. Fæstir sem vísa veginn búa sjálfir í leiguhúsnæði vel að merkja, heldur hafa fest kaup á eigin íbúð eða húsi.Félagslegt húsnæði eða eigið?Það segir sig sjálft að ef ekki er um að ræða félagslegt leiguhúsnæði sem stendur utan gróðamarkaðar, nokkuð sem ég er eindregið fylgjandi og lít engan veginn á sem neyðarbrauð heldur fýsilegan valkost, þá er það nú svo að eiginhúsnæði er að jafnaði ódýrasti kosturinn. Einfaldlega vegna þess að þá lenda þeir fjármunir sem ella hefðu orðið að hagnaði leigufyrirtækisins, hjá þeim sem býr í húsnæðinu og hefur eignarhaldið á sinni hendi. Sú staðreynd sem alltof oft virðist gleymast í þessari umræðu er að húsnæði er alltaf í eigu einhvers, bæjarfélags, félagslegs leigusala, leigusala sem tekur sér arð og stundar útleigu húsnæðis til ábatasköpunar eða þá íbúans sjálfs. Formin eru mismunandi, en það er alltaf eigandi. Gleymum því ekki!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun