Usain Bolt vildi hætta eftir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 13:45 Usain Bolt. Vísir/AFP Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst síðastliðnum og margir sáu fyrir sér að hann myndi þá segja þetta gott. Hann hélt hinsvegar áfram en hefur nú viðurkennt að það var ekki hann sjálfur sem réði því. „Ég vildi hætta eftir Ólympíuleikana en liðið mitt sagði nei,“ sagði Usain Bolt. Bolt er nú þrítugur en hefur unnið átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaragull á ferlinum. Hann nýtur enn sviðsljóssins og keppninnar. „Ég hef ánægju af þessu. Eina ástæðan fyrir að ég er með á þessu tímabili eru áhorfendurnir. Ég vil gefa öllum tækifæri á að sjá mig einu sinni enn og áhorfendanna vegna ætla ég að keppa á fleiri mótum á þessu tímabili,“ sagði Usain Bolt. Bolt mun keppa á HM í London eftir sex mánuði en hann er ekki farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera þar. „Ég horfi ekki svo langt fram í tímann. Þetta er síðasta tímabilið mitt og ég er ekki að stressa mig yfir þessu. Ég reyni alltaf að æfa eins vel og ég get. Ég ætla hinsvegar bara að einbeita mér að einum mánuði í einu,“ sagði Bolt. Usain Bolt var með níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en missti ein þegar liðsfélagi hans Nesta Carter féll á lyfjaprófi átta árum eftir úrslitahlaupið. „Ég var vonsvikinn en svona hlutir gerast í lífinu. Ég ætla ekki að vera leiður yfir þessu. Ég missti medalíuna mína en nú einbeiti ég mér að því að hlaupa,“ sagði Bolt. „Ég hef aldrei keppt svona snemma á tímabilinu og ég er því ekki í toppformi eins og er. Ég er að reyna að hlaupa mig í formi. Því meira sem ég hleyp því betur líður mér,“ sagði Bolt. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30 Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00 Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46 Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst síðastliðnum og margir sáu fyrir sér að hann myndi þá segja þetta gott. Hann hélt hinsvegar áfram en hefur nú viðurkennt að það var ekki hann sjálfur sem réði því. „Ég vildi hætta eftir Ólympíuleikana en liðið mitt sagði nei,“ sagði Usain Bolt. Bolt er nú þrítugur en hefur unnið átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaragull á ferlinum. Hann nýtur enn sviðsljóssins og keppninnar. „Ég hef ánægju af þessu. Eina ástæðan fyrir að ég er með á þessu tímabili eru áhorfendurnir. Ég vil gefa öllum tækifæri á að sjá mig einu sinni enn og áhorfendanna vegna ætla ég að keppa á fleiri mótum á þessu tímabili,“ sagði Usain Bolt. Bolt mun keppa á HM í London eftir sex mánuði en hann er ekki farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera þar. „Ég horfi ekki svo langt fram í tímann. Þetta er síðasta tímabilið mitt og ég er ekki að stressa mig yfir þessu. Ég reyni alltaf að æfa eins vel og ég get. Ég ætla hinsvegar bara að einbeita mér að einum mánuði í einu,“ sagði Bolt. Usain Bolt var með níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en missti ein þegar liðsfélagi hans Nesta Carter féll á lyfjaprófi átta árum eftir úrslitahlaupið. „Ég var vonsvikinn en svona hlutir gerast í lífinu. Ég ætla ekki að vera leiður yfir þessu. Ég missti medalíuna mína en nú einbeiti ég mér að því að hlaupa,“ sagði Bolt. „Ég hef aldrei keppt svona snemma á tímabilinu og ég er því ekki í toppformi eins og er. Ég er að reyna að hlaupa mig í formi. Því meira sem ég hleyp því betur líður mér,“ sagði Bolt.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30 Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00 Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46 Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30
Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00
Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46
Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00