RÚV braut lög: Létu kosta dagskrárliði sem töldust ekki íburðarmiklir Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 13:30 Skjáskot af þeim þáttum sem voru kostaðir. RUV.is Ríkisútvarpið braut gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á dagskrárliðunum Árið er - Upprifjun á Eurovision, Popp og Rokksaga Íslands, Vikan með Gísla Marteini, Hraðfréttir Útsvar, Óskalög þjóðarinnar og Íþróttalífið. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar sem féll frá sektarákvörðun í máli þessu með vísan til þriðju málsgreinar sautjándu greinar laga um Ríkisútvarpið. Þar kemur fram að falla megi frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar.Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er því óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis. Þó má víkja frá þeirri reglu við útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti. Þá má einnig víkja frá þessari reglu við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá. Kvörtunin vegna þessara dagskrárliða barst frá 365 miðlum en að mati fjölmiðlanefndar féll enginn þessara þátta undir hugtakið íburðarmikill dagskrárliður í skilningi laga um Ríkisútvarpið. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í þessu máli er sú að Ríkisútvarpið féllst á að gera grundvallarbreytingu á skilmálum RÚV um auglýsingar sem mun fela í sér töluverða tekjuskerðingu fyrir félagið, miðað við fyrri framkvæmd.Sjá ákvörðun fjölmiðlanefndar í heild hér. Árið er var kostað af Cheerios og Vodafone, Popp og Rokksaga Íslands var kostað af Gull og Hringdu, Vikan með Gísla Marteini var kostuð af Heimkaup og Húsgagnahöllinni, Hraðfréttir voru kostaðar af Nathan Olsen og Heimkaup og Íþróttalífið var kostað af Netgíró. Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11 Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53 Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ríkisútvarpið braut gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á dagskrárliðunum Árið er - Upprifjun á Eurovision, Popp og Rokksaga Íslands, Vikan með Gísla Marteini, Hraðfréttir Útsvar, Óskalög þjóðarinnar og Íþróttalífið. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar sem féll frá sektarákvörðun í máli þessu með vísan til þriðju málsgreinar sautjándu greinar laga um Ríkisútvarpið. Þar kemur fram að falla megi frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar.Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er því óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis. Þó má víkja frá þeirri reglu við útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti. Þá má einnig víkja frá þessari reglu við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá. Kvörtunin vegna þessara dagskrárliða barst frá 365 miðlum en að mati fjölmiðlanefndar féll enginn þessara þátta undir hugtakið íburðarmikill dagskrárliður í skilningi laga um Ríkisútvarpið. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í þessu máli er sú að Ríkisútvarpið féllst á að gera grundvallarbreytingu á skilmálum RÚV um auglýsingar sem mun fela í sér töluverða tekjuskerðingu fyrir félagið, miðað við fyrri framkvæmd.Sjá ákvörðun fjölmiðlanefndar í heild hér. Árið er var kostað af Cheerios og Vodafone, Popp og Rokksaga Íslands var kostað af Gull og Hringdu, Vikan með Gísla Marteini var kostuð af Heimkaup og Húsgagnahöllinni, Hraðfréttir voru kostaðar af Nathan Olsen og Heimkaup og Íþróttalífið var kostað af Netgíró.
Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11 Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53 Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11
Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53
Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36