Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 15:20 Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ítarlegri rannsókn á eldri gögnum er aðalástæða þess að endurupptökunefnd féllst á að mál fimm sakborninga verði tekin upp að nýju. Þetta segir Lúðvík Bergvinsson, lögmaður tveggja sakborninga; Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Hann segist afar sáttur með niðurstöðu nefndarinnar. „Það sem fyrst og fremst skipti máli þarna var að það var farið mjög ítarlega í öll gögn sem til voru og fleiri gagnað afla. Það var farið ítarlega yfir öll samtímagögn, dagbækur, til dæmis frá fangelsinu, skýrslur úr yfirheyrslum og fleira, og það er mjög margt sem kemur í ljós. Til dæmis voru þetta yfir þrettán hundruð blaðsíður bara hjá Sævari,“ segir Lúðvík í samtali við Vísi. Endurupptökunefnd hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu, en beiðni um endurupptöku var lögð fram af Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sem dæmd voru í eins og tíu ára fangelsi fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin hafnaði beiðni Erlu.Gríðarlega mikilvægt fyrir æru þeirra Lúðvík segir að niðurstaðan hefði komið sér á óvart, hvort sem hún hefði verið jákvæð eða neikvæð. „Ég er mjög sáttur við það að þessi mál skuli verða endurupptekin. Ég er líka mjög sáttur við það að það er fallist á þann málatilbúnað sem við lögðum upp með. Það má segja sem svo að hvort sem niðurstaðan hefði orðið neikvæð eða jákvæð þá hefðu báðar niðurstöður komið á óvart. Því í ljósi sögunnar hefur mikið verið reynt að fá þessi mál endurupptekin en ekki tekist. En miðað við þau gögn sem við vorum búin að leggja í þetta, því það er komið á fjórða ár frá því að þau komu til mín, þá hefði það líka komið á óvart ef þetta hefði ekki verið endurupptekið.“ Skjólstæðingar Lúðvíks, Tryggvi Rúnar og Sævar, eru báðir látnir. Lúðvík segir það skipta sköpum fyrir æru þeirra að málin verði endurupptekin. „Þetta mál hafa líka tekið alveg óskaplega á fjölskyldu og aðstandendur í gegnum tíðina þannig að þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hann. Aðspurður segir hann næstu skref í höndum ríkissaksóknara sem muni meta það hvenær málið fari fyrir dóm. Mikilvægt sé að málin séu unnin fljótt enda tæplega fjórir áratugir frá því að dómur féll. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta mál fái afgreiðslu sem allra fyrst enda er það grundvallarregla í sakamálum, þó hún eigi kannski ekki beint við núna eftir fjóra áratugi, að málmeðferðir gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Lúðvík. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ítarlegri rannsókn á eldri gögnum er aðalástæða þess að endurupptökunefnd féllst á að mál fimm sakborninga verði tekin upp að nýju. Þetta segir Lúðvík Bergvinsson, lögmaður tveggja sakborninga; Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Hann segist afar sáttur með niðurstöðu nefndarinnar. „Það sem fyrst og fremst skipti máli þarna var að það var farið mjög ítarlega í öll gögn sem til voru og fleiri gagnað afla. Það var farið ítarlega yfir öll samtímagögn, dagbækur, til dæmis frá fangelsinu, skýrslur úr yfirheyrslum og fleira, og það er mjög margt sem kemur í ljós. Til dæmis voru þetta yfir þrettán hundruð blaðsíður bara hjá Sævari,“ segir Lúðvík í samtali við Vísi. Endurupptökunefnd hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu, en beiðni um endurupptöku var lögð fram af Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sem dæmd voru í eins og tíu ára fangelsi fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin hafnaði beiðni Erlu.Gríðarlega mikilvægt fyrir æru þeirra Lúðvík segir að niðurstaðan hefði komið sér á óvart, hvort sem hún hefði verið jákvæð eða neikvæð. „Ég er mjög sáttur við það að þessi mál skuli verða endurupptekin. Ég er líka mjög sáttur við það að það er fallist á þann málatilbúnað sem við lögðum upp með. Það má segja sem svo að hvort sem niðurstaðan hefði orðið neikvæð eða jákvæð þá hefðu báðar niðurstöður komið á óvart. Því í ljósi sögunnar hefur mikið verið reynt að fá þessi mál endurupptekin en ekki tekist. En miðað við þau gögn sem við vorum búin að leggja í þetta, því það er komið á fjórða ár frá því að þau komu til mín, þá hefði það líka komið á óvart ef þetta hefði ekki verið endurupptekið.“ Skjólstæðingar Lúðvíks, Tryggvi Rúnar og Sævar, eru báðir látnir. Lúðvík segir það skipta sköpum fyrir æru þeirra að málin verði endurupptekin. „Þetta mál hafa líka tekið alveg óskaplega á fjölskyldu og aðstandendur í gegnum tíðina þannig að þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hann. Aðspurður segir hann næstu skref í höndum ríkissaksóknara sem muni meta það hvenær málið fari fyrir dóm. Mikilvægt sé að málin séu unnin fljótt enda tæplega fjórir áratugir frá því að dómur féll. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta mál fái afgreiðslu sem allra fyrst enda er það grundvallarregla í sakamálum, þó hún eigi kannski ekki beint við núna eftir fjóra áratugi, að málmeðferðir gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Lúðvík.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent