Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2017 10:30 Kim Jong Nam, hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, var myrtur með VX-taugaeitri. Nam var myrtur þann 13. febrúar þegar tvær konur veittust að honum á flugvellinum í Kuala Lumpur. Önnur hélt fyrir augu hans á meðan hin úðaði efninu framan í hann. Morðið náðist á öryggismyndavélar flugvallarins. Kim Jong Nam er talinn hafa verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu. VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist og er skilgreint af Sameinuðu þjóðunum sem gereyðingarvopn. Yfirvöld í Malasíu rannsaka nú hvort að eitrið hafi verið flutt til landsins eða framleitt þar. Sérfræðingar verða fengnir til að afeitra flugvöllinn þar sem VX-taugaeitrið eyðist ekki á skömmum tíma. Leifar af því geta verið til staðar um langt skeið.VX, the banned nerve agent used to kill Kim Jong-Nam, is one of the deadliest chemical agents ever manufactured https://t.co/c19E3R7RL9 pic.twitter.com/dflpfgHI99— AFP news agency (@AFP) February 24, 2017 Samkvæmt Guardian hafa einungis Bandaríkin og Rússland sagst eiga birgðir af VX-taugaeitri. Saddam Hussein var grunaður um að beita því í stríði Írak við íran og óttast var að birgðir af því væru til í Sýrlandi. Yfirvöld í Norður-Kóreu eru talin sitja á stærstu efnavopnabirgðum heimsins og er eitt af sex ríkjum sem hafa ekki skrifað undir samning Sameinuðu þjóðanna um efnavopn. Hann varðar bann við þróun, framleiðslu söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir ólíklegt að morðingjarnir hefðu úðað hreinu VX-taugaeitri framan í Kim Jong Nam, þar sem gufurnar hefðu einnig gengið af þeim dauðum. Líklegra væri að notast hefði verið við tvo vökva sem myndi VX þegar þeir blandast saman.Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Yfirvöld í Norður-Kóreu eru reið yfir því að krufning hafi verið framkvæmd á líki Kim Jong Nam og það hafi ekki strax verið flutt til sendiráðs Norður-Kóreu þar sem til stóð að brenna það. Í frétt á ríkismiðli Norður-Kóreu segir að yfirvöld landsins hafi staðfest að „ríkisborgari Norður-Kóreu“, eins og hann er kallaður, hafi dáið vegna hjartaáfalls. Þá hafi íhaldssamir fréttamiðlar í Suður-Kóreu birt falsfrétt um að eitrað hefði verið fyrir manninum. „Norður-Kórea mun ekki leyfa neinum að skaða ímynd þessa virðulega og sjálfstæða ríkis og kjarnorkuveldis og mun komast að hinu sanna í þessu máli. Ríkið mun fylgjast með viðhorfi Malasíu í framtíðinni,“ segir í fréttinni. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Kim Jong-nam var óttasleginn og vænisjúkur áður en hann dó Kim Jong-nam var seinustu ár óttasleginn og vænisjúkur, í felum frá einræðisstjórn Norður-Kóreu sem hálfbróðir hans, Kim Jong-un stýrir. 21. febrúar 2017 13:22 Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam. 22. febrúar 2017 07:30 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Kim Jong Nam, hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, var myrtur með VX-taugaeitri. Nam var myrtur þann 13. febrúar þegar tvær konur veittust að honum á flugvellinum í Kuala Lumpur. Önnur hélt fyrir augu hans á meðan hin úðaði efninu framan í hann. Morðið náðist á öryggismyndavélar flugvallarins. Kim Jong Nam er talinn hafa verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu. VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist og er skilgreint af Sameinuðu þjóðunum sem gereyðingarvopn. Yfirvöld í Malasíu rannsaka nú hvort að eitrið hafi verið flutt til landsins eða framleitt þar. Sérfræðingar verða fengnir til að afeitra flugvöllinn þar sem VX-taugaeitrið eyðist ekki á skömmum tíma. Leifar af því geta verið til staðar um langt skeið.VX, the banned nerve agent used to kill Kim Jong-Nam, is one of the deadliest chemical agents ever manufactured https://t.co/c19E3R7RL9 pic.twitter.com/dflpfgHI99— AFP news agency (@AFP) February 24, 2017 Samkvæmt Guardian hafa einungis Bandaríkin og Rússland sagst eiga birgðir af VX-taugaeitri. Saddam Hussein var grunaður um að beita því í stríði Írak við íran og óttast var að birgðir af því væru til í Sýrlandi. Yfirvöld í Norður-Kóreu eru talin sitja á stærstu efnavopnabirgðum heimsins og er eitt af sex ríkjum sem hafa ekki skrifað undir samning Sameinuðu þjóðanna um efnavopn. Hann varðar bann við þróun, framleiðslu söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir ólíklegt að morðingjarnir hefðu úðað hreinu VX-taugaeitri framan í Kim Jong Nam, þar sem gufurnar hefðu einnig gengið af þeim dauðum. Líklegra væri að notast hefði verið við tvo vökva sem myndi VX þegar þeir blandast saman.Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Yfirvöld í Norður-Kóreu eru reið yfir því að krufning hafi verið framkvæmd á líki Kim Jong Nam og það hafi ekki strax verið flutt til sendiráðs Norður-Kóreu þar sem til stóð að brenna það. Í frétt á ríkismiðli Norður-Kóreu segir að yfirvöld landsins hafi staðfest að „ríkisborgari Norður-Kóreu“, eins og hann er kallaður, hafi dáið vegna hjartaáfalls. Þá hafi íhaldssamir fréttamiðlar í Suður-Kóreu birt falsfrétt um að eitrað hefði verið fyrir manninum. „Norður-Kórea mun ekki leyfa neinum að skaða ímynd þessa virðulega og sjálfstæða ríkis og kjarnorkuveldis og mun komast að hinu sanna í þessu máli. Ríkið mun fylgjast með viðhorfi Malasíu í framtíðinni,“ segir í fréttinni.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Kim Jong-nam var óttasleginn og vænisjúkur áður en hann dó Kim Jong-nam var seinustu ár óttasleginn og vænisjúkur, í felum frá einræðisstjórn Norður-Kóreu sem hálfbróðir hans, Kim Jong-un stýrir. 21. febrúar 2017 13:22 Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam. 22. febrúar 2017 07:30 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Kim Jong-nam var óttasleginn og vænisjúkur áður en hann dó Kim Jong-nam var seinustu ár óttasleginn og vænisjúkur, í felum frá einræðisstjórn Norður-Kóreu sem hálfbróðir hans, Kim Jong-un stýrir. 21. febrúar 2017 13:22
Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam. 22. febrúar 2017 07:30
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00
Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37
Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22