Hrútskýringar Frosti Logason skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Hrútskýring er orð sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum misserum í samhengi við baráttuna gegn hinu margumtalaða feðraveldi. Það á vel við aðstæður þar sem karlar tala af miklu yfirlæti og hroka niður til kvenna án þess að hafa endilega eitthvað merkilegt fram að færa. Orðið er að verða útbreitt og vinsælt. Einhvern tíma sá ég ákveðið íslenskt feminískt vefrit lýsa því yfir að allar hrútskýringar yrðu þar framvegis bannaðar. Það var gert til þess að tryggja öryggi umræðunnar. Enda fyrirbærið með öllu andfemínískt. Konur á Alþingi hafa einnig skorið upp herör gegn fyrirbærinu en sennilega er leitun að vinnustað sem hefur í gegnum tíðina alið af sér fleiri hrúta eða aðra forystusauði feðraveldisins. Þegar Kvennalistinn sálugi klofnaði á sínum tíma skrifuðu einhverjir gárungar í gríni að nú myndu þær Kvennalistakonur loksins bjóða fram klofið. Í dag myndum við alltaf setja svokallaðar kveikjumerkingar (e. trigger warnings) fyrir framan slíkt grín. Það er gert til að lesendur verði ekki fyrir áfallastreituröskun við lesturinn. Í bandarískum háskólum er farið að bjóða upp á svokölluðu örugg rými (e. safe spaces). Í þannig rýmum nýtur maður verndar gagnvart hvers konar orðræðu sem kann að móðga mann. Ég er ekki frá því að full þörf sé á þessu innan veggja Háskóla Íslands. Eins og til dæmis nú þegar virtur fræðimaður á sviði tölfræðirannsókna leyfir sér að benda á galla í rannsóknum sem dregnar eru af ályktanir um launamismunun. Prófessorinn getur birt slíkar athugasemdir óáreittur í erlendum vísindaritum. En hér heima verður hann aldrei neitt annað en hættulegur hrútskýrandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Hrútskýring er orð sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum misserum í samhengi við baráttuna gegn hinu margumtalaða feðraveldi. Það á vel við aðstæður þar sem karlar tala af miklu yfirlæti og hroka niður til kvenna án þess að hafa endilega eitthvað merkilegt fram að færa. Orðið er að verða útbreitt og vinsælt. Einhvern tíma sá ég ákveðið íslenskt feminískt vefrit lýsa því yfir að allar hrútskýringar yrðu þar framvegis bannaðar. Það var gert til þess að tryggja öryggi umræðunnar. Enda fyrirbærið með öllu andfemínískt. Konur á Alþingi hafa einnig skorið upp herör gegn fyrirbærinu en sennilega er leitun að vinnustað sem hefur í gegnum tíðina alið af sér fleiri hrúta eða aðra forystusauði feðraveldisins. Þegar Kvennalistinn sálugi klofnaði á sínum tíma skrifuðu einhverjir gárungar í gríni að nú myndu þær Kvennalistakonur loksins bjóða fram klofið. Í dag myndum við alltaf setja svokallaðar kveikjumerkingar (e. trigger warnings) fyrir framan slíkt grín. Það er gert til að lesendur verði ekki fyrir áfallastreituröskun við lesturinn. Í bandarískum háskólum er farið að bjóða upp á svokölluðu örugg rými (e. safe spaces). Í þannig rýmum nýtur maður verndar gagnvart hvers konar orðræðu sem kann að móðga mann. Ég er ekki frá því að full þörf sé á þessu innan veggja Háskóla Íslands. Eins og til dæmis nú þegar virtur fræðimaður á sviði tölfræðirannsókna leyfir sér að benda á galla í rannsóknum sem dregnar eru af ályktanir um launamismunun. Prófessorinn getur birt slíkar athugasemdir óáreittur í erlendum vísindaritum. En hér heima verður hann aldrei neitt annað en hættulegur hrútskýrandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun