Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2017 13:15 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira