Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2017 06:30 Radamel Falcao er byrjaður að raða inn mörkum á nýjan leik. vísir/getty Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Falcao þekkir staðhætti í borginni en hann lék sem lánsmaður með erkifjendum City, Manchester United, tímabilið 2014-15. Kólumbíumaðurinn átti ekkert sérstöku gengi að fagna hjá United, gekk illa að festa sig í sessi og skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum. Tímabilið á eftir fór Falcao til Chelsea og þar gekk enn verr. Nú er öldin önnur. Falcao er farinn að skora aftur og minnir á gamla Falcao sem var einn beittasti framherjinn í bransanum áður en hann sleit krossbönd í hné í byrjun árs 2014. Þau meiðsli rændu hann HM í Brasilíu og virtust hafa rænt hann ferlinum. Falcao er hins vegar leikmaður endurfæddur og fer fyrir einu skemmtilegasta sóknarliði Evrópu. Monaco hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum og búið að skora 76 mörk í 26 leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik. Falcao hefur gert 16 af þessum 76 mörkum Monaco. Í kvöld mæta Falcao og félagar á Etihad-völlinn og iða væntanlega í skinninu að hrella City-vörnina sem er langt frá því að vera sú sterkasta. Og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, er meðvitaður um hættuna sem stafar af Monaco. „Þeir eru með heilsteypt lið og það fremsta í Evrópu þegar kemur að því að skora mörk. Þetta verður erfið viðureign en við hlökkum til,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:45. Á sama tíma hefst leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid, silfurliðsins frá því í fyrra. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Falcao þekkir staðhætti í borginni en hann lék sem lánsmaður með erkifjendum City, Manchester United, tímabilið 2014-15. Kólumbíumaðurinn átti ekkert sérstöku gengi að fagna hjá United, gekk illa að festa sig í sessi og skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum. Tímabilið á eftir fór Falcao til Chelsea og þar gekk enn verr. Nú er öldin önnur. Falcao er farinn að skora aftur og minnir á gamla Falcao sem var einn beittasti framherjinn í bransanum áður en hann sleit krossbönd í hné í byrjun árs 2014. Þau meiðsli rændu hann HM í Brasilíu og virtust hafa rænt hann ferlinum. Falcao er hins vegar leikmaður endurfæddur og fer fyrir einu skemmtilegasta sóknarliði Evrópu. Monaco hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum og búið að skora 76 mörk í 26 leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik. Falcao hefur gert 16 af þessum 76 mörkum Monaco. Í kvöld mæta Falcao og félagar á Etihad-völlinn og iða væntanlega í skinninu að hrella City-vörnina sem er langt frá því að vera sú sterkasta. Og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, er meðvitaður um hættuna sem stafar af Monaco. „Þeir eru með heilsteypt lið og það fremsta í Evrópu þegar kemur að því að skora mörk. Þetta verður erfið viðureign en við hlökkum til,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:45. Á sama tíma hefst leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid, silfurliðsins frá því í fyrra.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira