Hann er kominn aftur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. febrúar 2017 07:00 Fyrir nokkrum árum las ég lunkna sögu eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes sem sló óvænt í gegn eftir að hafa starfað um árabil sem draugspenni, þ.e.a.s hann skrifaði texta sem aðrir settu svo nafn sitt við og hlutu heiður fyrir. Það er sannkallað draumastarf – að geta sinnt ritstörfum ótruflaður af hégóma eins og viðtökum og dómum, dálæti og kjassi lesenda … Sagan sem Timur Vermes skrifaði loks sjálfur árið 2012, fjörutíu og fimm ára gamall – og sló í gegn – fjallar um það þegar Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag á bekk í almenningsgarði á okkar dögum eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Er ist wieder da heitir sagan og var gefin út fyrir nokkrum árum í ágætri íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar undir nafninu Aftur á kreik.Og fólkið hló Það er einhver óbærilegur léttleiki í þessari sögu. Hún er óþægilega kósí. Líflega skrifuð, víða fyndin og full af spaugilegum aðstæðum. Skemmtileg – sem er einmitt alls ekki skemmtilegt. Hitler er sem sagt aftur kominn á stjá í þessari bók. Hann er auðvitað fyrst og fremst hlægilegur. Hann fer um fokvondur og er sjálfum sér líkur; raunar svo líkur að enginn á orð yfir því hversu líkur hann sé Hitler. Hann er óbærilega heimskur, fordómafullur, fáfengilegur og fullur af meinlokum og illsku. Hann er sí-gargandi samhengislaust og rakalaust þvaður gegn Gyðingum og öðrum tilbúnum óvinum, ekki heil brú í neinu sem hann segir; málflutningurinn svo fáránlegur að ekki er viðlit að eiga orðastað við manninn. Allir sem á vegi hans verða skella sér á lær yfir því hversu gott atriði hann sé; hversu vel hann „nái honum“. Og svo fer að Hitler verður á vegi fólks sem starfar í sjónvarpinu og sér strax í honum möguleika á því að gera kringum þessa fígúru nýstárlegan og sniðugan „raunveruleikaþátt“. Í sjónvarpið kemst hann inn með sitt raus og áfram heldur fólk að skella sér á lær yfir honum; segir hvert við annað: „Ja það er gállinn á honum núna“ … „hann er laglegur í dag“ … en er um leið eins og dáleitt, getur ekki slitið sig undan málflutningi hans, lætur heillast af ósvífni hans og yfirgengilegum skítnum sem hann eys yfir saklaust fólk. Auðvitað ekki sammála því sem hann segir, finnst hann alltof öfgafullur, alls ekki tilbúið að ganga eins langt og hann segist vilja ganga en samt er eins og málflutningur hans finni sér hljómgrunn einhvers staðar í ólíklegustu hugskotum, þrátt fyrir allt. Það er eins og fólk verði háð því að heyra yfirgengilegan málflutning sem gengur fram af því – þetta verður eins og nokkurs konar fíkn; það þarf alltaf eitthvað nýtt og nýtt til að skella sér á lær yfir. Hatursrausið í Hitler verður smám saman að skemmtiefni, sem enginn upplifir sem stjórnmála-umræðu, heldur skopfærslu, „eitthvað í sjónvarpinu“ – hvert annað grín. Og smám saman fer fólk að venjast hugmyndum hans um Gyðinga og aðra tilfallandi óvini, hættir að upplifa þessar hugmyndir sem hættulegar og rangar, gott ef fara ekki að heyrast raddir um „góða fólkið“ og að „við verðum að taka umræðuna“ og „þöggunartilburði“.Vænsta fólk … Smám saman fjölgar þeim sem finnst það gott flipp að fylgja honum að málum og þáttur Hitlers slær út alla aðra þætti í vinsældum. Sjónvarpið gerir á ný úr honum stórstjörnu. Hann kemst í tísku; fólk tekur hann ekki alvarlega – en heldur ekki ógnina sem stafar frá málflutningi hans, lætur hann dilla sér. Það bíta allt í einu ekki á honum venjulegar leiðir til að þagga niður í lýðskrumurum og hatursframleiðendum. Fólk hlustar ekki lengur. Það yppir öxlum yfir því að þjóðernissósíalismi Hitlers sé skaðleg stefna – hefur heyrt það þúsund sinnum áður, en man ekki alveg hvað var svona hryllilegt við hann. Og hver er líka kominn til með að segja til um siðferðismörk, rétt og rangt, á póstmódernískum tímum, þegar öll hugmyndakerfi eru hrunin og eina boðorðið er að ota sínum tota sem lengst og best. Og án þess að fólk ætli sér það, eða geri sér fyllilega grein fyrir því – vænsta fólk sem ekki myndi gera neitt á hluta nokkurrar manneskju annarrar – þá fer það að lokum svo að það stígur yfir mörkin og er allt í einu statt á svæðinu handan góðs og ills, í múgsálinni sem maður rennur inn í og þar sem maður afsalar sér sjálfstæðri hugsun og siðferðishömlur hverfa. Og þetta góða fólk er allt skyndilega farið að hylla lítilmótlegan mann með asnalega hárgreiðslu og ömurlegar skoðanir vaktar af minnimáttarkennd, vanþekkingu, hatri og lygum. Kunnuglegt? Af hverju skyldi ég nú hafa farið að hugsa um þessa sögu núna? Sagan Aftur á kreik er nefnilega ekki saga um Adolf Hitler – heldur um okkur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum las ég lunkna sögu eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes sem sló óvænt í gegn eftir að hafa starfað um árabil sem draugspenni, þ.e.a.s hann skrifaði texta sem aðrir settu svo nafn sitt við og hlutu heiður fyrir. Það er sannkallað draumastarf – að geta sinnt ritstörfum ótruflaður af hégóma eins og viðtökum og dómum, dálæti og kjassi lesenda … Sagan sem Timur Vermes skrifaði loks sjálfur árið 2012, fjörutíu og fimm ára gamall – og sló í gegn – fjallar um það þegar Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag á bekk í almenningsgarði á okkar dögum eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Er ist wieder da heitir sagan og var gefin út fyrir nokkrum árum í ágætri íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar undir nafninu Aftur á kreik.Og fólkið hló Það er einhver óbærilegur léttleiki í þessari sögu. Hún er óþægilega kósí. Líflega skrifuð, víða fyndin og full af spaugilegum aðstæðum. Skemmtileg – sem er einmitt alls ekki skemmtilegt. Hitler er sem sagt aftur kominn á stjá í þessari bók. Hann er auðvitað fyrst og fremst hlægilegur. Hann fer um fokvondur og er sjálfum sér líkur; raunar svo líkur að enginn á orð yfir því hversu líkur hann sé Hitler. Hann er óbærilega heimskur, fordómafullur, fáfengilegur og fullur af meinlokum og illsku. Hann er sí-gargandi samhengislaust og rakalaust þvaður gegn Gyðingum og öðrum tilbúnum óvinum, ekki heil brú í neinu sem hann segir; málflutningurinn svo fáránlegur að ekki er viðlit að eiga orðastað við manninn. Allir sem á vegi hans verða skella sér á lær yfir því hversu gott atriði hann sé; hversu vel hann „nái honum“. Og svo fer að Hitler verður á vegi fólks sem starfar í sjónvarpinu og sér strax í honum möguleika á því að gera kringum þessa fígúru nýstárlegan og sniðugan „raunveruleikaþátt“. Í sjónvarpið kemst hann inn með sitt raus og áfram heldur fólk að skella sér á lær yfir honum; segir hvert við annað: „Ja það er gállinn á honum núna“ … „hann er laglegur í dag“ … en er um leið eins og dáleitt, getur ekki slitið sig undan málflutningi hans, lætur heillast af ósvífni hans og yfirgengilegum skítnum sem hann eys yfir saklaust fólk. Auðvitað ekki sammála því sem hann segir, finnst hann alltof öfgafullur, alls ekki tilbúið að ganga eins langt og hann segist vilja ganga en samt er eins og málflutningur hans finni sér hljómgrunn einhvers staðar í ólíklegustu hugskotum, þrátt fyrir allt. Það er eins og fólk verði háð því að heyra yfirgengilegan málflutning sem gengur fram af því – þetta verður eins og nokkurs konar fíkn; það þarf alltaf eitthvað nýtt og nýtt til að skella sér á lær yfir. Hatursrausið í Hitler verður smám saman að skemmtiefni, sem enginn upplifir sem stjórnmála-umræðu, heldur skopfærslu, „eitthvað í sjónvarpinu“ – hvert annað grín. Og smám saman fer fólk að venjast hugmyndum hans um Gyðinga og aðra tilfallandi óvini, hættir að upplifa þessar hugmyndir sem hættulegar og rangar, gott ef fara ekki að heyrast raddir um „góða fólkið“ og að „við verðum að taka umræðuna“ og „þöggunartilburði“.Vænsta fólk … Smám saman fjölgar þeim sem finnst það gott flipp að fylgja honum að málum og þáttur Hitlers slær út alla aðra þætti í vinsældum. Sjónvarpið gerir á ný úr honum stórstjörnu. Hann kemst í tísku; fólk tekur hann ekki alvarlega – en heldur ekki ógnina sem stafar frá málflutningi hans, lætur hann dilla sér. Það bíta allt í einu ekki á honum venjulegar leiðir til að þagga niður í lýðskrumurum og hatursframleiðendum. Fólk hlustar ekki lengur. Það yppir öxlum yfir því að þjóðernissósíalismi Hitlers sé skaðleg stefna – hefur heyrt það þúsund sinnum áður, en man ekki alveg hvað var svona hryllilegt við hann. Og hver er líka kominn til með að segja til um siðferðismörk, rétt og rangt, á póstmódernískum tímum, þegar öll hugmyndakerfi eru hrunin og eina boðorðið er að ota sínum tota sem lengst og best. Og án þess að fólk ætli sér það, eða geri sér fyllilega grein fyrir því – vænsta fólk sem ekki myndi gera neitt á hluta nokkurrar manneskju annarrar – þá fer það að lokum svo að það stígur yfir mörkin og er allt í einu statt á svæðinu handan góðs og ills, í múgsálinni sem maður rennur inn í og þar sem maður afsalar sér sjálfstæðri hugsun og siðferðishömlur hverfa. Og þetta góða fólk er allt skyndilega farið að hylla lítilmótlegan mann með asnalega hárgreiðslu og ömurlegar skoðanir vaktar af minnimáttarkennd, vanþekkingu, hatri og lygum. Kunnuglegt? Af hverju skyldi ég nú hafa farið að hugsa um þessa sögu núna? Sagan Aftur á kreik er nefnilega ekki saga um Adolf Hitler – heldur um okkur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun