Skotsilfur Markaðarins: Katrín Olga kannar framboð til stjórnar Vodafone Ritstjórn Markaðarins skrifar 17. febrúar 2017 16:30 Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur gegnt starfi stjórnarmanns hjá Arion banka frá 15. september á síðasta ári. Er hann eini fulltrúi Kaupþings í átta manna stjórn bankans. Það vekur athygli í nýjum ársreikningi Arion banka að þar kemur fram að Madden hafi ekki fengið neinar launagreiðslur fyrir stjórnarstörf sín á árinu 2016. Á meðan hann fékk ekkert greitt fyrir stjórnarsetuna þá fá hins vegar aðrir erlendir stjórnarmenn, sem eru tveir talsins, greitt tvöfalt á við það sem borgað er til íslenskra stjórnarmanna bankans.Katrín Olga vill í stjórn Vodafone Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group, hefur á síðustu vikum kannað hvort hún njóti stuðnings til að bjóða sig fram í stjórn Vodafone á næsta aðalfundi félagsins. Þannig hefur hún, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars átt samtöl við forstjóra og stjórnarformann félagsins í tengslum við þau áform. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir í hópi stærstu hluthafa Vodafone séu líklegir til að veita henni brautargengi. Sæti hennar í stjórn Icelandair Group þykir hins vegar í hættu í ljósi þess að búist er við að fjárfestar félagsins vilji fá inn ný andlit í stjórn á komandi aðalfundi.Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group.Verður Sigurður Gísli með? Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fer nú mikinn á Facebook í hópfjármögnun sinni á nýju útgáfufélagi sem hann vill stofna utan um Fréttatímann. Af lýsingum hans að dæma duga tekjur af auglýsingasölu einungis fyrir prentun og dreifingu blaðsins. Þá er eftir öll ritstjórnin sem blés út eftir að Gunnar og Þóra Tómasdóttir tóku við blaðinu fyrir rétt rúmu ári. Ekki hefur hins vegar komið fram hvort fjárfestirinn Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda IKEA á Íslandi og helsti fjárhagslegi bakhjarl Fréttatímans, ætli að taka þátt í stofnun félagsins. Skotsilfur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur gegnt starfi stjórnarmanns hjá Arion banka frá 15. september á síðasta ári. Er hann eini fulltrúi Kaupþings í átta manna stjórn bankans. Það vekur athygli í nýjum ársreikningi Arion banka að þar kemur fram að Madden hafi ekki fengið neinar launagreiðslur fyrir stjórnarstörf sín á árinu 2016. Á meðan hann fékk ekkert greitt fyrir stjórnarsetuna þá fá hins vegar aðrir erlendir stjórnarmenn, sem eru tveir talsins, greitt tvöfalt á við það sem borgað er til íslenskra stjórnarmanna bankans.Katrín Olga vill í stjórn Vodafone Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group, hefur á síðustu vikum kannað hvort hún njóti stuðnings til að bjóða sig fram í stjórn Vodafone á næsta aðalfundi félagsins. Þannig hefur hún, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars átt samtöl við forstjóra og stjórnarformann félagsins í tengslum við þau áform. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir í hópi stærstu hluthafa Vodafone séu líklegir til að veita henni brautargengi. Sæti hennar í stjórn Icelandair Group þykir hins vegar í hættu í ljósi þess að búist er við að fjárfestar félagsins vilji fá inn ný andlit í stjórn á komandi aðalfundi.Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group.Verður Sigurður Gísli með? Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fer nú mikinn á Facebook í hópfjármögnun sinni á nýju útgáfufélagi sem hann vill stofna utan um Fréttatímann. Af lýsingum hans að dæma duga tekjur af auglýsingasölu einungis fyrir prentun og dreifingu blaðsins. Þá er eftir öll ritstjórnin sem blés út eftir að Gunnar og Þóra Tómasdóttir tóku við blaðinu fyrir rétt rúmu ári. Ekki hefur hins vegar komið fram hvort fjárfestirinn Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda IKEA á Íslandi og helsti fjárhagslegi bakhjarl Fréttatímans, ætli að taka þátt í stofnun félagsins.
Skotsilfur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira