Það vantar hjúkrunarheimili fyrir aldraða! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun