Það vantar hjúkrunarheimili fyrir aldraða! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun