Sýknaður af líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. mars 2017 23:36 Konan hlaut væga bólgu á enni og roða á húð og hálsi. Maðurinn sagði höfuð þeirra hafa skollið saman af slysni - þau hafi verið að togast á um fatnað hans, hann hefði beygt höfuð sitt eftir fötum með fyrrgreindum afleiðingum. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni. Maðurinn var sakaður um að hafa veist að konunni í viðurvist ungs sonar hennar. Maðurinn, sem neitaði sök, var ákærður fyrir að hafa tekið konuna tvívegis hálstaki og skallað hana í ennið. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ógnað og sýnt af sér vanvirðandi háttsemi og ruddalegt athæfi gagnvart syni hennar, sem átti að hafa orðið vitni að árásinni. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa lent í átökum við konuna og ýtt við henni, en neitaði að hafa tekið hana hálstaki. Sagði hann höfuð þeirra hafa skollið saman fyrir slysni. Átökin hefðu átt sér stað inni í svefnherbergi en á meðan hefðu vinir konunnar verið í stofunni að horfa á sjónvarp. Þá hafi sonur konunnar verið inni í stofu og eldhúsi á meðan þessu stóð. Sjálfur sagðist hann hafa hlotið nokkra áverka eftir átökin, bæði hafi hann verið marinn og klóraður um hálsinn. Eitt vitni sagðist hafa séð manninn taka konuna hálstaki og skella henni utan í hurð á meðan annað vitni kvaðst ekki hafa orðið vart við nein handalögmál. Í niðurstöðu dómsins segir að ljóst sé að til einhverra átaka hafi komið. Framburður mannsins hafi verið stöðugur en framburður konunnar ekki. Þá beri vitni ekki með sama hættu um atvik. Því leiki verulegur vafi á að atvik hafi verið með þeim hætti sem manninum var gefið að sök í ákæru. Þá sé jafnframt óljóst hvort sonur konunnar hafi orðið vitni að því sem fram fór á milli fólksins og var maðurinn því sýknaður. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni. Maðurinn var sakaður um að hafa veist að konunni í viðurvist ungs sonar hennar. Maðurinn, sem neitaði sök, var ákærður fyrir að hafa tekið konuna tvívegis hálstaki og skallað hana í ennið. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ógnað og sýnt af sér vanvirðandi háttsemi og ruddalegt athæfi gagnvart syni hennar, sem átti að hafa orðið vitni að árásinni. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa lent í átökum við konuna og ýtt við henni, en neitaði að hafa tekið hana hálstaki. Sagði hann höfuð þeirra hafa skollið saman fyrir slysni. Átökin hefðu átt sér stað inni í svefnherbergi en á meðan hefðu vinir konunnar verið í stofunni að horfa á sjónvarp. Þá hafi sonur konunnar verið inni í stofu og eldhúsi á meðan þessu stóð. Sjálfur sagðist hann hafa hlotið nokkra áverka eftir átökin, bæði hafi hann verið marinn og klóraður um hálsinn. Eitt vitni sagðist hafa séð manninn taka konuna hálstaki og skella henni utan í hurð á meðan annað vitni kvaðst ekki hafa orðið vart við nein handalögmál. Í niðurstöðu dómsins segir að ljóst sé að til einhverra átaka hafi komið. Framburður mannsins hafi verið stöðugur en framburður konunnar ekki. Þá beri vitni ekki með sama hættu um atvik. Því leiki verulegur vafi á að atvik hafi verið með þeim hætti sem manninum var gefið að sök í ákæru. Þá sé jafnframt óljóst hvort sonur konunnar hafi orðið vitni að því sem fram fór á milli fólksins og var maðurinn því sýknaður.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira