Frelsi er aldrei sjálfdæmi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Það er mikil einföldun að áfengisfrumvarpið snúist um frelsi í þeim skilningi að frelsi sé veitt í málaflokki þar sem nú ríki ófrelsi eða ánauð. Það má kaupa áfengi hér á landi. Dæminu má snúa við og segja sem svo að gagnvart fólki sem glímir við áfengisvanda geti aukið framboð af áfengi, aukinn sýnileiki þess, ágengari sölumennska á því, leitt viðkomandi einstaklinga og aðstandendur þeirra út í ánauð – eða framlengt hana – fært þeim ófrelsi gagnvart þessu vímuefni sem hefur svo afdrifarík áhrif á líf og störf okkar – og fólksins kringum okkur – þegar það er misnotað. Leiðin til ánauðar hefur oft verið vörðuð mörgum sjússum.Frelsi er ekki … Frelsið er stórt orð – kannski stærsta orð í heimi. Það vísar á mikilvægustu svið mannlegrar tilveru og það má ekki gera lítið úr því. Við eigum að fara varlega með þetta orð, segja það lágt og af lotningu. Nota það sjaldan og einungis þegar það á við. Þetta er heilagt orð. Og rétt eins og rónarnir komu óorði á brennivínið hafa markaðstrúarmenn fengið að nota orðið frelsi til að réttlæta yfirgang og ránsskap. Andstæða frelsis er ekki að fara að lögum og reglum samfélagsins. Andstæða frelsis er þrældómur. Eitt það versta sem ein manneskja getur gert annarri manneskju er að hneppa hana í þrældóm. Og þrældómur í einni eða annarri mynd er hlutskipti fólks um víða veröld. Frelsi er ekki símaþjónusta. Frelsi er ekki aflraunakeppni. Frelsi er ekki fíkniefnaneysla. Frelsi er ekki réttur hins stóra og sterka til að sitja yfir hlut þeirra smáu og veiku. Frelsi er ekki leyfi til að ganga að manneskju og hrækja framan í hana. Frelsi er ekki umboð til að ata ókunna manneskju auri fyrir uppruna hennar, trúarbrögð, kyn, sköpulag, eðli. Frelsi er ekki kaupsýslufyrirkomulag. Frelsi er ekki einkaréttur. Frelsi er ekki sjálfdæmi um framkomu við annað fólk: frelsi er aldrei sjálfdæmi. Frelsi eins verður aldrei skoðað í tómarúmi og einangrað frá öðru fólki og aðstæðum. Frelsi eins getur aldrei grundvallast á ófrelsi annars. Sá sem hreykir sér á kostnað annarra er ekki að tjá frelsi sitt – heldur neyta aflsmunar, beita ofríki, kúga. Frelsi er ekki merkingarlaust orð eða hugtak; það er svo þrungið merkingu að því verður naumast komið í önnur orð.Frelsi er … Kannski finnum við hvað frelsi er þegar við missum það. Frelsið getur til dæmis verið að eiga kost á ólíkum möguleikum í lífi sínu: á ég að verða flugvirki eða sjúkraliði? Á ég að greiða mér svona, klæðast rauðu, sofa hjá þessum, fara að hjóla, fá mér tattú? Alls konar atvik daglegs lífs sem gott er að geta tekið ákvörðun um og velja sífellt: Hver er ég, hver vil ég vera? Frelsi er að mega segja hug sinn án þess að þurfa að gjalda fyrir það – hug sinn um stjórnmál og trúmál og listir og önnur mannanna verk. Frelsi er að iðka trú á æðri máttarvöld án þess að þurfa að þola ofsóknir. Frelsi er að mega elska og iðka ást án þess að þola ofsóknir. Frelsi er vissulega óljós tilfinning en mikilsverð engu að síður. Frelsi er rýmiskennd: olnbogarými, tilfinning fyrir eigin svæði í tilverunni. Frelsi er að geta gengið um götur og þúfur og fundið sig og sinn stað í heiminum, fara um á hestbaki á fögru sumarkvöldi, liggja með ástinni sinni á köldu vetrarkvöldi, vera einn með almættinu í trillunni sinni að dorga. Frelsi er að lifa og starfa innan um annað fólk á sínum eigin forsendum – að vera maður sjálfur en ekki uppdiktuð persóna sem manni er þröngvað til að leika. Hægt er að fyrirgera frelsi með því til dæmis að bana annarri manneskju, stela, beita ofbeldi eða sýna að slík ógn stafi frá manni að ekki sé forsvaranlegt að maður fái að vera á almannafæri. Það þarf mikið til að glata frelsi sínu. Slíkt heyrir til undantekninga. Við fæðumst til að vera frjáls og það má ekki skerða frelsi okkar umfram það sem lög og reglur kveða á um. Því lágmarks reglur þurfa að ríkja. Til dæmis umferðarreglur: við stígum upp í bíl eða á hjól (vél- eða fótknúið) og okkur er heimilt að fara hvert á land sem við viljum; við megum góla að vild undir stýri – en við verðum samt að stöðva á rauðu ljósi; við þurfum að gefa stefnuljós (jú víst!) og fara eftir alls konar reglum skráðum og óskráðum um það hvernig ferð okkar er háttað, því að annars væri umferðin stjórnlaus og lífshættuleg. Þannig er allt frelsi okkar í afstöðu við frelsi annarra; við erum samfélag og það ríkja tilteknar reglur. Við höfum persónufrelsi og athafnafrelsi – og hið sama gildir um það: frelsi okkar til athafna takmarkast við það að sýna öðrum ofríki og yfirgang. Frelsi er að opna verslun og hefja framleiðslu á varningi, svo dæmi sé tekið. En það er ekki frelsi að greiða kaupmönnum fyrir einokunarstöðu eins og tíðkast hér á landi í sölu á drykkjarvörum, þar sem einungis komast að vörur frá Vífilfelli og Ölgerð Egils Skallagrímssonar – nema í ríkinu: Þar er okkur frjálst að kaupa drykki frá smærri framleiðendum. Verði áfengisfrumvarpið að lögum mun því frelsi okkar til áfengiskaupa að öllum líkindum skerðast mjög.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er mikil einföldun að áfengisfrumvarpið snúist um frelsi í þeim skilningi að frelsi sé veitt í málaflokki þar sem nú ríki ófrelsi eða ánauð. Það má kaupa áfengi hér á landi. Dæminu má snúa við og segja sem svo að gagnvart fólki sem glímir við áfengisvanda geti aukið framboð af áfengi, aukinn sýnileiki þess, ágengari sölumennska á því, leitt viðkomandi einstaklinga og aðstandendur þeirra út í ánauð – eða framlengt hana – fært þeim ófrelsi gagnvart þessu vímuefni sem hefur svo afdrifarík áhrif á líf og störf okkar – og fólksins kringum okkur – þegar það er misnotað. Leiðin til ánauðar hefur oft verið vörðuð mörgum sjússum.Frelsi er ekki … Frelsið er stórt orð – kannski stærsta orð í heimi. Það vísar á mikilvægustu svið mannlegrar tilveru og það má ekki gera lítið úr því. Við eigum að fara varlega með þetta orð, segja það lágt og af lotningu. Nota það sjaldan og einungis þegar það á við. Þetta er heilagt orð. Og rétt eins og rónarnir komu óorði á brennivínið hafa markaðstrúarmenn fengið að nota orðið frelsi til að réttlæta yfirgang og ránsskap. Andstæða frelsis er ekki að fara að lögum og reglum samfélagsins. Andstæða frelsis er þrældómur. Eitt það versta sem ein manneskja getur gert annarri manneskju er að hneppa hana í þrældóm. Og þrældómur í einni eða annarri mynd er hlutskipti fólks um víða veröld. Frelsi er ekki símaþjónusta. Frelsi er ekki aflraunakeppni. Frelsi er ekki fíkniefnaneysla. Frelsi er ekki réttur hins stóra og sterka til að sitja yfir hlut þeirra smáu og veiku. Frelsi er ekki leyfi til að ganga að manneskju og hrækja framan í hana. Frelsi er ekki umboð til að ata ókunna manneskju auri fyrir uppruna hennar, trúarbrögð, kyn, sköpulag, eðli. Frelsi er ekki kaupsýslufyrirkomulag. Frelsi er ekki einkaréttur. Frelsi er ekki sjálfdæmi um framkomu við annað fólk: frelsi er aldrei sjálfdæmi. Frelsi eins verður aldrei skoðað í tómarúmi og einangrað frá öðru fólki og aðstæðum. Frelsi eins getur aldrei grundvallast á ófrelsi annars. Sá sem hreykir sér á kostnað annarra er ekki að tjá frelsi sitt – heldur neyta aflsmunar, beita ofríki, kúga. Frelsi er ekki merkingarlaust orð eða hugtak; það er svo þrungið merkingu að því verður naumast komið í önnur orð.Frelsi er … Kannski finnum við hvað frelsi er þegar við missum það. Frelsið getur til dæmis verið að eiga kost á ólíkum möguleikum í lífi sínu: á ég að verða flugvirki eða sjúkraliði? Á ég að greiða mér svona, klæðast rauðu, sofa hjá þessum, fara að hjóla, fá mér tattú? Alls konar atvik daglegs lífs sem gott er að geta tekið ákvörðun um og velja sífellt: Hver er ég, hver vil ég vera? Frelsi er að mega segja hug sinn án þess að þurfa að gjalda fyrir það – hug sinn um stjórnmál og trúmál og listir og önnur mannanna verk. Frelsi er að iðka trú á æðri máttarvöld án þess að þurfa að þola ofsóknir. Frelsi er að mega elska og iðka ást án þess að þola ofsóknir. Frelsi er vissulega óljós tilfinning en mikilsverð engu að síður. Frelsi er rýmiskennd: olnbogarými, tilfinning fyrir eigin svæði í tilverunni. Frelsi er að geta gengið um götur og þúfur og fundið sig og sinn stað í heiminum, fara um á hestbaki á fögru sumarkvöldi, liggja með ástinni sinni á köldu vetrarkvöldi, vera einn með almættinu í trillunni sinni að dorga. Frelsi er að lifa og starfa innan um annað fólk á sínum eigin forsendum – að vera maður sjálfur en ekki uppdiktuð persóna sem manni er þröngvað til að leika. Hægt er að fyrirgera frelsi með því til dæmis að bana annarri manneskju, stela, beita ofbeldi eða sýna að slík ógn stafi frá manni að ekki sé forsvaranlegt að maður fái að vera á almannafæri. Það þarf mikið til að glata frelsi sínu. Slíkt heyrir til undantekninga. Við fæðumst til að vera frjáls og það má ekki skerða frelsi okkar umfram það sem lög og reglur kveða á um. Því lágmarks reglur þurfa að ríkja. Til dæmis umferðarreglur: við stígum upp í bíl eða á hjól (vél- eða fótknúið) og okkur er heimilt að fara hvert á land sem við viljum; við megum góla að vild undir stýri – en við verðum samt að stöðva á rauðu ljósi; við þurfum að gefa stefnuljós (jú víst!) og fara eftir alls konar reglum skráðum og óskráðum um það hvernig ferð okkar er háttað, því að annars væri umferðin stjórnlaus og lífshættuleg. Þannig er allt frelsi okkar í afstöðu við frelsi annarra; við erum samfélag og það ríkja tilteknar reglur. Við höfum persónufrelsi og athafnafrelsi – og hið sama gildir um það: frelsi okkar til athafna takmarkast við það að sýna öðrum ofríki og yfirgang. Frelsi er að opna verslun og hefja framleiðslu á varningi, svo dæmi sé tekið. En það er ekki frelsi að greiða kaupmönnum fyrir einokunarstöðu eins og tíðkast hér á landi í sölu á drykkjarvörum, þar sem einungis komast að vörur frá Vífilfelli og Ölgerð Egils Skallagrímssonar – nema í ríkinu: Þar er okkur frjálst að kaupa drykki frá smærri framleiðendum. Verði áfengisfrumvarpið að lögum mun því frelsi okkar til áfengiskaupa að öllum líkindum skerðast mjög.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun